Smugan (hafsvæði)

Smugan (norska: Smutthullet) er hafsvæði í Barentshafi sem liggur á milli efnahagslögsagna Noregs og Rússlands og fiskverndarsvæðisins við Svalbarða. Þetta litla hafsvæði austan við Svalbarða er þannig alþjóðlegt hafsvæði opið öllum.

Smugan (dökkblá).

Smugudeilan

breyta

Þegar þorskafli fór minnkandi á Íslandsmiðum í upphafi 10. áratugar 20. aldar tóku íslenskir togarar að leita fanga víðar. Veiðar í Smugunni hófust sumarið 1993 og vöktu strax sterk viðbrögð hjá Norðmönnum og Rússum. Þeir rökstuddu tilkall sitt með því að þessar veiðar væru veiðar úr flökkustofnum úr norskri og rússneskri lögsögu. Íslendingar drógu líka í efa þá lögsögu sem Norðmenn höfðu tekið sér umhverfis Svalbarða og hófu veiðar þar. Norsk strandgæsluskip aðhöfðust ekkert vegna veiða í Smugunni en klipptu aftan úr íslenskum skipum, færðu þau til hafnar og sektuðu vegna veiða á Svalbarðasvæðinu. Veiðar í Smugunni gengu vel fyrstu tvö árin en sumarið 1997 varð hrun. Smugudeilan leystist þó ekki fyrr en með samningum Íslendinga, Norðmanna og Rússa um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum árið 1999.[1]

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Hjörtur J. Guðmundsson (2005). Í „Smugudeilur“. Þorskastríðin: Fiskveiðideilur Íslendinga við erlendar þjóðir (ritstj. Guðni Th. Jóhannesson). Háskóli Íslands. Sótt 19.8.2016 frá [1].