Sambandsríki
Sambandsríki er samband tveggja eða fleiri fylkja (oft kölluð ríki) með talsverða sjálfstjórn sem lúta miðstýrðri ríkisstjórn. Þetta fyrirkomulag er tryggt í stjórnarskránni og ekkert fylki/ríki getur sagt sig úr sambandsríkinu með einhliða ákvörðun. Andstæðan við sambandsríki er einingarríki eins og t.d. Ísland.
Sambandsríki eru algengust í stórum og víðáttumiklum löndum eða löndum þar sem eru hlutfallslega stórir eða margir minnihlutahópar. Dæmi um sambandsríki eru Bandaríkin, Rússneska sambandsríkið og Þýskaland.