Lausanne er borg í Romandy í frönskumælandi-hluta Sviss. Borgin liggur við Genfarvatn um 50 km norðaustur af Genf. Hún er höfuðborg kantónunnar Vaud og Lausanne héraðs og eru íbúar um 140.000 (2018). Höfuðstöðvar Alþjóðaólympíunefndarinnar eru í Lausanne.

Loftmynd af Lausanne

Tenglar breyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.