Þyrla er loftfar með vélknúna spaða sem gera þyrlunni kleift að taka á loft og lenda lóðrétt, haldast kyrri á lofti og fljúga aftur á bak og áfram. Þyrlur hafa að minnsta kosti tvö sett af þyrluspöðum. Algengasta útfærslan er á þann veg að stórir láréttir spaðar á toppi þyrlunnar hefja hana til flugs og knýja hana áfram og á halanum eru láréttir minni spaðar sem vinna gegn tilheigingu búksins til að snúast með stærri spöðunum.

Þyrla 1922
Hin vinsæla Aerospatiale SA360-þyrla.

Þyrlur eru mikið notaðar til björgunarstarfa, í hernaði og á svæðum þar sem fáir flugvellir eru. Eldri nöfn eru kofti og þyrilvængja.

Orðið þyrla, sem þýðing á enska orðinu helicopter, kom fyrst fram í Vísi þann 8. mars 1958.

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.