Opinber stjórnsýsla

mótun og framkvæmd stefnu ríkisvalds
(Endurbeint frá Stjórnsýsla)

Opinber stjórnsýsla, eða bara stjórnsýsla til hægðarauka, nefnist mótun og framkvæmd stefnu ríkisvaldsins. Í ríkjum þar sem ríkisvaldinu er skipt er átt við störf framkvæmdarvaldsins. Með opinberri stjórnsýslu er þá ekki átt við störf löggjafarvaldsins eða dómsvaldsins. Framkvæmdarvaldið skiptist gjarnan í tvö eða fleiri stjórnsýslustig, eins og ríki og sveitarfélög. Þannig snýst opinber stjórnsýsla að miklu leyti um rekstur og starfsemi opinberra stofnana þar sem opinberir starfsmenn starfa. Sem undigrein lögfræðinnar nefnist stjórnsýsla stjórnsýsluréttur.

Víða hafa stjórnsýslulög verið sett. Fyrstir til þess að setja almenn lög um stjórnsýslu voru Austurríkismenn árið 1925. Í Noregi voru sett almenn stjórnsýslulög árið 1967. Í Svíþjóð voru fyrst sett stjórnsýslulög árið 1971. Í Finnlandi voru sett stjórnsýslulög árið 1982 og tóku þau gildi 1. janúar 1983. Í Danmörku voru svo loks á árinu 1985 sett stjórnsýslulög sem gildi tóku 1. janúar 1987.[1] Á Íslandi voru stjórnsýslulög fyrst sett árið 1993 og tóku þau gildi 1994.[2] Í slíkum stjórnsýslulögum er jafnan að finna almennar stjórnsýslureglur, meðal þeirra helstu má nefna:

Tilvísanir breyta

Tengill breyta