Óskar Bertels Magnússon

Óskar Bertels Magnússon (20. júní 191522. janúar 1993) var sjálfmenntaður listavefari og kynlegur kvistur í Reykjavík um miðja 20. öld. Foreldrar hans voru Margrét Guðbrandsdóttir frá Hrollaugsstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu og Magnús Jónsson frá Selalæk. Hann bjó fyrst í Blesugrófinni í Reykjavík í nokkur ár, byggði þar hús sitt sem þótti mjög sérkennilegt, en þegar það var rifið, fluttist hann í sjálfskipaða útlegð upp á Hellisheiðina. Þar byggði hann hús út frá helli og voru þau hjónin sennilega síðasta fólkið sem búið hefur í helli á Íslandi. Hann var giftur Blómey Stefánsdóttur. Þau hjónin seldu oft vörur sínar við veginn yfir heiðina. Hálfbróðir Óskars er Sigurður A. Magnússon, rithöfundur.

TenglarBreyta

   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.