Magnús Þorsteinsson

Magnús Þorsteinsson (fæddur 6. desember 1961) er íslenskur athafnamaður og fjárfestir. Hann er fæddur á Djúpavogi og ólst upp á Egilsstöðum en faðir hans Þorsteinn Sveinsson var kaupfélagsstjóri. Magnús stundaði nám í Samvinnuskólanum og kynntist Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni þegar hann var framkvæmdastjóri Viking Brugg á Akureyri. Magnús fór með þeim til Rússlands árið 1993 og var verksmiðjustjóri í Bravó bjórverksmiðjunni í Pétursborg. Magnús átti 14,5 % hlut í Samson og var stjórnarformaður í Avion Group sem keypti Eimskip af Burðarás.

Heimild

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.