Luis García Meza Tejada

(Endurbeint frá Luis Garcia Meza)

Luis García Meza Tejada (8. ágúst 192929. apríl 2018) var fyrrverandi einræðisherra í Bólivíu. Hann var hermaður í Bólivíuher og varð herforingi í valdatíð Hugo Banzer (1971-1978). Hann var leiðtogi hægrisinnaðra foringja sem voru ósáttir með endurreisn lýðræðis í landinu í kjölfar falls Banzers. Þeir frömdu því blóðugt valdarán árið 1980 (stundum kallað Kókaínvaldaránið) og komu á ógnarstjórn þar sem pólitískir andstæðingar voru fangelsaðir og pyntaðir. Þeir tóku upp samstarf við nýfasistaflokka í Evrópu og réðu böðla frá öðrum ríkjum Rómönsku Ameríku. Ríkisstjórn García Meza fékkst einnig við eiturlyfjasmygl. Glæpir stjórnarinnar leiddu á endanum til þess að alþjóðasamfélagið krafðist afsagnar García Meza. Hann sagði af sér 4. ágúst 1981. Tveir aðrir herforingjar tóku þá við um stutt skeið áður en Hernán Siles Zuazo tók við sem lýðræðislega kjörinn forseti 1982.

Luis García Meza Tejada árið 1980.

García Meza flúði land en var dæmdur in absentia fyrir mannréttindabrot. Árið 1995 var hann framseldur frá Brasilíu og fangelsaður. Hann sat í fangelsi þar til hann lést árið 2018.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.