Children of Bodom var melódísk dauðarokks hljómsveit frá Espoo, Finnlandi. Nafn hljómsveitarinnar vísar til morðs þriggja unglinga við vatnið Bodom, sem er rétt hjá borginni Espoo. Plötur þeirra sýndu iðulega teikningar af manninum með ljáinn.

Tónleikar með Children of Bodom í Mílanó, Ítalíu
Alexi Laiho í Masters of Rock árið 2007

Saga breyta

Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 af söngvaranum og gítarleikaranum Alexi Laiho og af trommuleikaranum Jaska Raatikainen sem voru æskuvinir. Hljómsveitin hét þá IneartheD. Þeir höfðu báðir sama tónlistarsmekk og hlustuðu á dauðarokkshljómsveitir á borð við Stone, Entombed og Obituary.

Snemma árið 1996 gengu Jani Pirisjoki, Alexander Kuoppala og Henkka Seppälä í hljómsveitina. Jani Pirisjoki spilaði á hljómborð þangað til árið 1997 og Janne Wirman kom í hans stað. Bassaleikarinn Samuli Miettinen var einn af upprunalegu meðlimum hljómsveitarinnar og skrifaði textana mestmegnis fyrir hljómsveitina. Hann hætti árið 1995 vegna þess að fjölskylda hans flutti til Bandaríkjana. Árið 1996 gekk Henkka Seppälä í hljómsveitina og spilaði á bassa í staðinn fyrir Samuli Miettinen. Alexander Kuoppala spilaði á gítar fyrir hljómsveitina á árunum 1996 - 2003. Roope Latvala tók við honum.

Í desember 2019 ákváðu meðlimir utan Laiho og Freyberg að ganga úr bandinu og halda lokatónleika. Þeir vildu ekki að Laiho héldi nafninu og því stofnaði hann nýja hljómsveit; Bodom after Midnight. Ári síðar lést Laiho eftir veikindi.

Síðustu meðlimir (2019) breyta

Fyrrverandi meðlimir breyta

Útgefið efni breyta

Plötur breyta

Tónlistarmyndbönd breyta

  • „Hellhounds on My Trail“
  • „Blooddrunk“
  • „Are You Dead Yet?“
  • „Trashed, Lost and Strungout“
  • „In Your Face“
  • „Living Dead Beat“
  • „Sixpounder“
  • „Needled 24/7“
  • „Everytime I Die“
  • „Silent Night, Bodom Night“
  • „Downfall“
  • „Deadnight Warrior“

Tenglar breyta