Opna aðalvalmynd

Romelu Menama Lukaku Bolingoli (fæddur 13. maí 1993) er belgískur knattspyrnumaður sem spilar með Internazionale í úrvalsdeild á Ítalíu og belgíska landsliðinu.

Romelu Lukaku
Romelu Lukaku 27 September 2017 cropped.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Romelu Menama Lukaku Bolingoli
Fæðingardagur 13. maí 1993 (1993-05-13) (26 ára)
Fæðingarstaður    Antwerpen, Belgía
Hæð 1,90m
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Internazionale
Yngriflokkaferill
1999-2003
2003-2004
2004-2006
2006-2009
Rupel Boom
KFC Wintam
Lierse SK
RSC Anderlecht
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2009-2011
2011-2014
2012-2013
2013-2014
2014-2017
2017-2019
2019-
RSC Anderlecht
Chelsea FC
West Bromwich Albion (lán)
Everton (lán)
Everton
Manchester United
Internazionale
73 (33)
10 (0)
35 (17)
31 (15)
110 (53)
66 (28)
0 (0)   
Landsliðsferill
2008
2011
2009
2010-
Belgía U15
Belgía U18
Belgía U21
Belgía
4 (1)
1 (0)
5 (1)
81 (48)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Lukaku að hita upp fyrir vináttuleik gegn Roma árið 2013.

AnderlechtBreyta

Lukaku spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Anderlecht 24. maí 2009 í leik gegn Standard Liège þegar hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. Anderlecht tapaði leiknum 1-0. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Anderlecht gegn Zulte Waregem á 89. mínútu eftir að hafa komið inn á á 69. mínútu.

ChelseaBreyta

Í ágúst árið 2011 skrifaði Lukaku undir samning við Chelsea. Hann fékk treyju númer 18 og samningurinn var til fimm ára. Hann spilaði sinn fyrsta leik í 3-1 sigri gegn Norwich City, þegar hann kom inn á sem varamaður á 83. mínútu fyrir Fernando Torres. Lukaku var í fyrsta sinn í byrjunarliði Chelsea í deildarbikarleik gegn Fulham. Chelsea vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Lukaku spilaði hins vegar aðallega í varaliði Chelsea á þessu tímabili, en þann 13. maí 2012 var hann í fyrsta skiptið í byrjunarliði Chelsea í deildinni þegar liðið tók á móti Blackburn Rovers. Lukaku var valinn maður leiksins og átti m.a. stoðsendingu á John Terry sem skoraði fyrsta mark Chelsea. Lukaku var hins vegar óánægður með hversu lítið hann fékk að spila á tímabilinu og eftir að Chelsea vann Meistaradeildina vildi hann ekki halda á bikarnum því honum leið ekki eins og sigurvegara.

Lán til West Bromwich AlbionBreyta

 
Lukaku að spila fyrir West Bromwich Albion árið 2012

Þann 10. ágúst 2012 fór Lukaku á lán West Bromwich Albion. Hann skoraði sitt fyrsta mark í deildinni átta dögum seinna, eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 77. mínútu í 3-0 sigri á Liverpool. Hann spilaði sinn fyrsta heila leik gegn Reading þar sem hann skoraði eina mark leiksins. Þann 24. nóvember kom Lukaku inn á þegar 20 mínútur voru eftir af leik gegn Sunderland. Í þeim leik skoraði hann úr víti og átti stoðsendingu á Marc-Antoine Fortuné, en WBA vann leikinn 4-2. Þann 12. janúar skoraði hann tvisvar og kom West Bromwich Albion í 0-2 forystu gegn Reading sem komu til baka og unnu leikinn 3-2. Orðrómar fóru að ganga um það að Lukaku vildi vera hjá West Brom næsta tímabil líka en hann staðfest það hins vegar í viðtali við blaðamenn að hann vildi verða goðsögn hjá Chelsea. Lukaku kom inn á af varamennabekknum í leik gegn Liverpool þann 11. febrúar og skoraði sitt 10. mark í deildinni. Þá skoraði hann tvö mörk í heimasigri WBA gegn Sunderland, en leikurinn fór 2-1. Í leik gegn Swansea City þann 9. mars skoraði Lukaku jöfnunarmark í leik sem WBA vann. Þann 19. maí kom hann inn á sem varamaður í hálfleik gegn Manchester United og skoraði þrennu í 5-5 jafntefli. Þetta reyndist vera síðasti leikur Sir Alex Ferguson sem stjóri Manchester United. Þrátt fyrir að hafa verið lánaður frá Chelsea skoraði hann fleiri mörk nokkur annar leikmaður Chelsea í deildinni þetta tímabilið. Þá var hann 6. hæsti markaskorari tímabilsins 2012-13 með 17 mörk.

EvertonBreyta

Lán 2013-2014Breyta

Lukaku virtist útiloka að fara aftur á láni næsta tímabil og spilaði tvo deildarleiki með Chelsea í byrjun tímabilsins 2013-14. Hann kom einnig inn á sem varamaður 2013 UEFA Super Cup, þar sem hann klúðraði síðustu vítaspyrnu Chelsea sem gerði það að verkum að Bayern München sigraði. Á síðasta degi félagsskiptagluggans fór hann á láni til Everton. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Everton gegn West Ham 21. september 2013 þar sem hann skoraði sigurmark Everton í leik sem endaði 3-2. Þá skoraði hann tvisvar í sínum fyrsta leik á Goodison Park, heimavelli Everton, þegar þeir unnu 3-2 gegn Newcastle. Í næsta leik skoraði hann fyrsta mark leiksins gegn Manchester City en sá leikur endaði 3-1 fyrir Manchester City. Hann hélt áfram á góðu róli og skoraði í 2-0 sigri gegn Aston Villa og tvisvar gegn Liverpool FC í leik sem endaði 3-3. Þann 1. mars skoraði hann síðan eina mark leiksins í leik gegn West Ham.

2014-2017Breyta

Lukaku varð fastamaður í Everton tímabilið 2014-2015. Í nóvember skoraði hann tvisvar gegn Aston Villa og var fimmti leikmaður úrvalsdeildarinnar undir 23 ára aldri til að skora meira en 50 mörk. Í desember varð hann fyrsti leikmaður Everton til að skora mark í 6 leikjum í röð í úrvalsdeildinni og sá fyrsti síðan 1954 hjá félaginu til að skora í 8 leikjum í röð.

Tímabilið 2016-2017 skoraði Lukaku í einum leik þrennu á 11 mínútum og 37 sekúndum. Einnig skoraði hann fernu í 6-3 sigri gegn Bournemouth. Hann var valinn í lið ársins og hafði skorað yfir 20 mörk á þremur tímabilum með Everton. Í mars 2017 hafnaði Lukaku nýjum samningi við félagið.

Manchester UnitedBreyta

Lukaku gekk til liðs við Manchester United í júlí 2017 og skrifaði undir 5 ára samning fyrir a.m.k. 75 milljón punda. Það var degi eftir að Wayne Rooney yfirgaf félagið og fór til Everton. Lukaku skoraði í fyrsta leik sínum, æfingaleik gegn Real Madrid, í 2-1 tapi. Í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum tímabilið 2017-2018 skoraði hann tvö mörk gegn West Ham. Lukaku skoraði meira en 20 mörk á tímabilinu fjórða tímabilið í röð. Hann náði einnig þeim áfanga að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í byrjun árs 2018. Sumarið 2019 var ákveðið að selja Lukaku til Internazionale.

Belgíska landsliðiðBreyta

 
Lukaku og Jan Vertonghen.

Lukaku var í U-21 liði Belgíu og skoraði þar í sínum fyrsta leik gegn Slóveníu. Þann 24. febrúar var hann kallaður í aðallið Belgíu fyrir vináttuleik gegn Króatíu. Þann 17. nóvember 2010 skoraði hann sín fyrstu tvö mörk fyrir belgíska landsliðið í vínáttuleik gegn Rússlandi.

Þá skoraði hann einnig í vináttuleik gegn Hollandi sem endaði 4-2 fyrir Belgíu. Þann 11. október 2013 skoraði Lukaku tvö mörk er Belgía vann Króatíu 2-1 og tryggðu sér þar með þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu 2013.