Þjóð í hlekkjum hugarfarsins
Þjóð í hlekkjum hugarfarsins voru fjórir heimildaþættir eftir Baldur Hermannsson um sögu Íslands sem voru sýndir í Ríkissjónvarpinu sumarið 1993. Þættirnir voru gríðarlega umdeildir þar sem þeir settu fram þá hugmynd að ofuráhersla á landbúnað og hagsmuni bændasamfélagsins hafi staðið í vegi framfara á Íslandi öldum saman.