Joseph Serchuk

Joseph Serchuk (19196. nóvember 1993) var gyðingur í Lublin-svæði í Póllandi í helförinni. Eftir stríðið bar hann vitni gegn nasistum og hlaut sérstaka viðurkenningu frá Ísraelsríki.

ÆviágripBreyta

Eftir að foreldrar hans og aðrir fjölskyldumeðlimir voru drepnir í Ghetto árið 1941 voru Joseph og bróðir hans Davíð fluttir í útrýmingarbúðirnar í Sobibor. Eftir einn dag í búðunum flýði hann með bróður sínum til næsta skóg og ásamt öðrum flóttamönnum stofnaði hann andspyrnuhópinn.

Eftir stríðið tók Joseph þátt í að finna nasista á flótta og bar vitni í réttarhöldunum í Nürnberg. Síðan sneri hann til Póllands og reyndi að flytjast til Ísrael en var hafnað.

Árið 1950 hafði Serchuk fengið vegabréf og fór til Ísrael. Strax við komuna til Ísrael var hann kvaddur í herinn. Eftir herþjónustu giftist hann og settist að í Yad Eliyahu í Tel Aviv og hóf viðskipti og frumkvöðlastarfsemi.

Serchuk ferðaðist nokkrum sinnum til Evrópu til að bera vitni gegn nasistum í réttarhöldum. Eitt sinn, í réttarhöldum yfir Oberscharführer Hugo Raschendorfer, var hann eina vitni ákæruvaldsins. Eftir að Raschendorfer hafði verið sakfelldur og dæmdur í lífstíðarfangelsi var Serchuk veitt sérstök verðlaun frá rannsóknadeild stríðsglæpa ísraelsku lögreglunnar.

Joseph Serchuk lést árið 1993 í Tel Aviv 74 ára að aldri. Hann lét eftir sig ekkju og níu börn og meira en eitt hundrað barnabörn og barnabarnabörn.

ÍtarefniBreyta

TenglarBreyta