Richard Diebenkorn

Richard Clifford Diebenkorn, Jr. (22. apríl 192230. mars 1993) var velmetinn bandarískur listmálari. Diebenkorn fæddist í Portland, Oregon, en fluttist tveggja ára gamall til San Francisco í Kaliforníu með foreldrum sínum. Árið 1940 stundaði hann nám við Stanford háskóla. Í fyrstu málaði hann myndir í frásagnarstíl sem höfðu líkingu af verkum Edwards Hopper, en á fimmta og sjötta ártugnum bjó hann víðsvegar um Bandaríkin, t.d. í New York, smábænum Woodstock, New York-fylki, Albuquerque, Nýju Mexíkó, Urbana, Illinois og Berkeley, Kalifórníu og þróaði með sér stíl abstrakt-expressjónista, og varð seinna meir einn helsti liðsoddur þeirra á Vesturströndinni.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.