Skilaboðaskjóðan

Skilaboðaskjóðan er ævintýrasöngleikur byggður á samnefndri bók Þorvaldar Þorsteinssonar sem kom út árið 1986 og naut mikilla vinsælda. Söngleikurinn var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í nóvember árið 1993 í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur og sló í gegn. Jóhann G. Jóhannsson, tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, samdi tónlist fyrir verkið við texta Þorvaldar og vorið 1994 kom út geisladiskur með tónlistinni í flutningi leikara og hljómsveitar leikhússins.

Skilaboðaskjóðan var aftur sett á svið í Þjóðleikhúsinu í nóvember 2007 í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Í september 2013 flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands verkið í tónleikauppfærslu ásamt fjórum einsöngvurum og kór.

SaganBreyta

Skilaboðaskjóðan segir frá Putta og Möddumömmu sem eiga heima í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Þegar Nátttröllið rænir Putta til að breyta honum í tröllabrúðu, sameinast allir íbúar skógarins um að bjarga honum áður en sólin sest. En nornin, úlfurinn og stjúpan vilja ekki vera með og þá eru góð ráð dýr.

Leikarar árið 1993Breyta

Leikarar árið 2007Breyta

 • Maddamamma saumakonaÓlafía Hrönn Jónsdóttir
 • Putti litli sonur hennar – Árni Beinteinn Árnason / Hrafn Bogdan Haraldsson
 • Dreitill skógardvergurRúnar Freyr Gíslason
 • Snigill njósnadvergur – Sigurður Hrannar Hjaltason
 • Stóridvergur – Þórir Sæmundsson
 • Skemill uppfinningadvergur – Hjalti Rögnvaldsson
 • Litli dvergurFriðrik Friðriksson
 • Nornin – Ívar Helgason
 • Úlfurinn – Jóhannes Haukur Jóhannesson
 • Stjúpan – Þórunn Lárusdóttir
 • Hans / NátttrölliðStefán Hallur Stefánsson
 • Gréta – Sara Marti Guðmundsdóttir
 • Rauðhetta – Birna Hafstein
 • Mjallhvít – Esther Talía Casey
 • Hjálparsveit – Eygló Ásta Þorgeirsdóttir, Guðbjörg Hilmarsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir, Inga Huld Hákonardóttir, María Ólafsdóttir, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Unnur Eggertsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Hljómsveit SkilaboðaskjóðunnarBreyta

 • Flauta og piccolo flauta – Martial Nardeau / Dagný Marinósdóttir
 • Óbó, enskt horn og altsaxófónn – Peter Tompkins / Kristján Þ. Stephensen
 • Klarinett, bassaklarinett og baritónsaxófónn – Kjartan Óskarsson / Rúnar Óskarsson
 • altsaxófónn, sópransaxófónn, altflauta og flauta – Sigurður Flosason / Haukur Gröndal
 • Kontrabassi – Þórður Högnason/Birgir Bragason
 • Slagverk – Pétur Grétarsson / Einar Scheving
 • Píanó og tónlistarstjórn – Jóhann G. Jóhannsson

HeimildirBreyta