1996
ár
(Endurbeint frá Febrúar 1996)
Árið 1996 (MCMXCVI í rómverskum tölum) var 96. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Fahd bin Abdul Aziz al-Saud konungur Sádí-Arabíu fékk bróður sínum, Abdullah bin Abdul Aziz al-Saud, völdin í hendur.
- 3. janúar - Farsíminn Motorola StarTAC kom á markað.
- 5. janúar - Hamasliðinn Yahya Ayyash var myrtur með farsímasprengju sem ísraelska öryggisstofnunin Shin Bet hafði komið fyrir.
- 7. janúar - Yfir 150 manns fórust í snjóhríð sem gekk yfir austurhluta Bandaríkjanna.
- 8. janúar - 300 manns fórust þegar flutningaþota hrapaði á markað í Kinsasa í Saír.
- 9.-20. janúar - Harðir bardagar geisuðu milli rússneska hersins og skæruliða Téténa.
- 14. janúar - Jorge Sampaio var kjörinn forseti Portúgal.
- 18. janúar - North Cape-olíulekinn hófst þegar tankskipið North Cape og dráttarbáturinn Scandia strönduðu við Rhode Island.
- 19. janúar - Yfir 100 manns fórust þegar ferja frá Indónesíu sökk við norðurodda Súmötru.
- 20. janúar - Yasser Arafat var kosinn forseti Palestínu.
- 21. janúar - Síðasta kjarnorkutilraun Frakka fór fram.
- 27. janúar - Herforinginn Ibrahim Baré Maïnassara steypti lýðræðislega kjörnum forseta Níger, Mahamane Ousmane, af stóli.
- 29. janúar - Tölvuleikurinn Duke Nukem 3D kom út í fyrsta sinn.
- 29. janúar - Óperuhúsið La Fenice í Feneyjum eyðilagðist í eldi.
- 31. janúar - Sænska hryllingsmyndin Jägarna var frumsýnd.
- 31. janúar - Tamíltígrar gerðu sprengjuárás á Seðlabanka Srí Lanka í Kólombó. 86 létust og 1400 særðust.
- 31. janúar - 122 létust þegar 9,1 tonn af dínamíti sprungu í ólöglegri sprengiefnaverksmiðju undir íbúðarblokk í Shaoyang í Kína.
Febrúar
breyta- 4. febrúar - 322 fórust og þúsundir misstu heimili sín þegar jarðskjálfti reið yfir Lijiang í Kína.
- 6. febrúar - Birgenair flug 301 hrapaði í hafið á leið frá Karíbahafinu til Þýskalands með þeim afleiðingum að 189 farþegar fórust.
- 7. febrúar - René Préval tók við embætti forseta Haítí.
- 8. febrúar - Docklands-sprengjan sprakk í London og markaði endalok vopnahlés IRA.
- 8. febrúar - Bill Clinton undirritaði ný bandarísk fjarskiptalög.
- 9. febrúar - Frumefnið kópernikín var búið til með samruna kjarna blýs og sinks.
- 10. febrúar - IBM-ofurtölvan Deep Blue sigraði Garrí Kasparov í fyrsta sinn.
- 14. febrúar - Til átaka kom þegar stjórn Filippseyja reyndi að senda hundruð bátafólks frá Víetnam aftur heim.
- 15. febrúar - Tankskipið Sea Empress strandaði við suðurströnd Wales og 73.000 tonn af hráolíu láku út í sjó.
- 15. febrúar - Scott-skýrslan um sölu vopnabúnaðar til Írans á 9. áratugnum kom út í Bretlandi.
- 17. febrúar - Garry Kasparov sigraði tölvuna Deep Blue í skák.
- 17. febrúar - Biak-jarðskjálftinn reið yfir Papúahérað í Indónesíu. 166 fórust í flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið.
- 18. febrúar - Sprengja IRA sprakk í strætisvagni í London með þeim afleiðingum að sprengjumaðurinn lést og 9 aðrir særðust.
- 21. febrúar - Fahd konungur tók aftur við völdum í Sádí-Arabíu.
- 25. febrúar - 25 létust og 80 særðust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Ísrael. Hamas lýsti ábyrgð á tilræðinu á hendur sér.
- 27. febrúar - Tölvuleikurinn Pokémon kom út fyrir GameBoy í Japan.
- 28. febrúar - Alanis Morissette hlaut verðlaun fyrir plötu ársins á Grammýverðlaunahátíðinni, yngst allra fram að því.
- 29. febrúar - Ríkisstjórn Bosníu og Hersegóvínu lýsti því yfir að umsátrinu um Sarajevó væri lokið.
- 29. febrúar - Faucett flug 251 hrapaði í Andesfjöllum. Allir 123 um borð fórust.
Mars
breyta- 3. mars - José María Aznar varð forsætisráðherra Spánar.
- 3. og 4. mars - 32 létust í tveimur sjálfmorðssprengjuárásum í Ísrael. Hamassamtökin lýstu ábyrgð á hendur sér en Yasser Arafat fordæmdi þær í sjónvarpsávarpi.
- 6. mars - Íslenska tímaritið Séð og heyrt kom út í fyrsta sinn.
- 6. mars - Téténskir uppreisnarmenn réðust á höfuðstöðvar rússneska hersins í Grosní með þeim afleiðingum að 70 rússneskir hermenn og 130 uppreisnarmenn létu lífið.
- 11. mars - John Howard varð forsætisráðherra Ástralíu.
- 13. mars - Thomas Hamilton ruddist inn í leikfimisal grunnskólans í Dunblane í Skotlandi og skaut á allt kvikt og myrti sextán börn á aldrinum fimm til sex ára, auk þess sem hann skaut kennara þeirra til bana og særði tólf önnur börn. Hann beindi síðan byssu að sjálfum sér og svipti sig lífi.
- 15. mars - Hollenski flugvélaframleiðandinn Fokker varð gjaldþrota.
- 16. mars - Robert Mugabe var kjörinn forseti Simbabve.
- 18. mars - 163 létu lífið í eldsvoða á skemmtistaðnum Ozone Disco í Quezon-borg á Filippseyjum.
- 20. mars - Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti að kúariða hefði að öllum líkindum borist í menn.
- 21. mars - Íslenska kvikmyndin Draumadísir var frumsýnd.
- 22. mars - Fyrsti tölvuleikurinn í leikjaröðinni Resident Evil kom út í Japan.
- 22. mars - Göran Persson varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 23. mars - Fyrstu forsetakosningarnar voru haldnar í kínverska lýðveldinu á Tævan. Sitjandi forseti, Lee Teng-hui, var kjörinn.
- 24. mars - Marcopper-námaslysið átti sér stað á eyjunni Marinduque á Filippseyjum.
- 26. mars - Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti 10,2 milljarða dala lán til Rússlands til að standa undir efnahagsumbótum.
- 28. mars - Þrír breskir hermenn voru dæmdir sekir um að hafa nauðgað og myrt Louise Jensen á Kýpur.
Apríl
breyta- 1. apríl - Sveitarfélagið Halifax var myndað úr fjórum eldri sveitarfélögum.
- 3. apríl - Boeing 737-herflugvél rakst á fjall norðan við Ragusa í Króatíu. Allir um borð, 35 talsins, létust, þar á meðal viðskiptaráðherra Bandaríkjanna Ron Brown.
- 3. apríl - Theodore Kaczynski var handtekinn í fjallakofa sínum í Montana, grunaður um að vera „Unabomber“.
- 3. apríl - Tútsar í Búrúndí hófu fjöldamorð á hútúum.
- 11. apríl - Ísraelsher hóf Þrúgur reiðinnar-aðgerðina með árásum á Líbanon í hefndarskyni fyrir hryðjuverkaárásir Hezbollah-samtakanna.
- 11. apríl - 17 létust á Düsseldorf-flugvelli vegna reyks úr brennandi frauðplasti.
- 18. apríl - Qana-fjöldamorðin í Líbanon: Í það minnsta 106 líbanskir borgarar létu lífið er ísraelski herinn beitti sprengjum gegn byrgi SÞ nálægt Qana.
- 18. apríl - Hópur íslamista í Egyptalandi skutu á hótel í Kaíró og drápu 18 gríska ferðamenn í hefndarskyni fyrir Qana-fjöldamorðin.
- 21. apríl - Ólífubandalagið undir forystu Romano Prodi sigraði í þingkosningum á Ítalíu.
- 26. apríl - Samningur um öryggismál var undirritaður af fimm ríkjum í Sjanghæ.
- 28. apríl - Blóðbaðið í Port Arthur: Martin Bryant drap 35 á ferðamannastað í Tasmaníu.
- 28. apríl - Yfir 60 létust þegar sprengja sprakk í Bhaiperu í Pakistan.
Maí
breyta- 8. maí - Stjórnarskrá Suður-Afríku tók gildi. Stjórnarskráin þykir nokkuð nýstárleg því hún tryggir ríkisborgurum víðtæk réttindi og valddreifingu.
- 8. maí - Stjörnukíkirinn Keck II var tekinn í notkun á Hawaii.
- 10. maí - Bandaríska stórslysamyndin Skýstrókur var frumsýnd.
- 10. maí - Harmleikurinn á Everest 1996: 8 fjallgöngumenn létust þegar stormur skall skyndilega á Everestfjalli. Fyrir lok mánaðarins höfðu 4 aðrir látist.
- 10. maí - Í kjölfar blóðbaðsins í Port Arthur bannaði ríkisstjórn Ástralíu sjálfvirka og hálfsjálfvirka riffla.
- 11. maí - ValuJet flug 592 hrapaði í Everglades í Flórída. Allir 110 um borð fórust.
- 13. maí - Um 600 manns létust þegar skýstrokkur gekk yfir Bangladess.
- 15. maí - Indónesíuher bjargaði 9 gíslum úr haldi Frelsishreyfingar Papúa. Tveir gíslar fundust látnir.
- 18. maí - Eimear Quinn sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Írland með laginu „The Voice“. Framlag Íslands var lagið „Sjúbidú“ sem Anna Mjöll Ólafsdóttir söng.
- 18. maí - Ansari X-verðlaunin voru kynnt til sögunnar.
- 20. maí - Mafíuforinginn Giovanni Brusca var handtekinn á Sikiley.
- 21. maí - Nær 1000 manns fórust þegar ferjan Bukoba sökk í Viktoríuvatni.
- 21. maí - Borgarastyrjöldin í Alsír: Sjö munkar úr Atlasklaustrinu í Alsír voru myrtir.
- 23. maí - Svíinn Göran Kropp náði tindi Mount Everest án súrefniskúta eftir að hafa hjólað að fjallinu frá Svíþjóð.
- 27. maí - Samið var um vopnahlé í Fyrsta Téténíustríðinu.
- 29. maí - Likudflokkurinn undir forystu Benjamin Netanyahu vann nauman sigur í þingkosningum í Ísrael.
- 30. maí - Hoover-stofnunin lét frá sér bjartsýna skýrslu þar sem ályktað var að hnattræn hlýnun myndi draga úr dánartíðni í Norður-Ameríku.
Júní
breyta- 1. júní - Sex sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust undir nafninu Ísafjarðarbær.
- 2. júní - Sænski listamaðurinn Lars Vilks lýsti yfir stofnun örríkisins Ladóníu.
- 4. júní - Geimflaugin Ariane 5 sprakk eftir flugtak frá Frönsku Gvæjana. Verkefnið hafði kostað Evrópuríki 7,5 milljarða dala og tekið 11 ár.
- 7. júní - Hópur frá IRA myrti rannsóknarlögreglumanninn Jerry McCabe við misheppnað bankarán í Adare í Limerick-sýslu.
- 8. júní - Evrópumeistaramót landsliða í knattspyrnu karla hófst á Englandi.
- 15. júní - Sprengjuárásin í Manchester 1996: 200 særðust og stór hluti af miðborg Manchester eyðilagðist þegar sprengja á vegum IRA sprakk.
- 19. júní - Farið var að afgreiða einkamerki á bíla á Íslandi.
- 19. júní - Boris Jeltsín sigraði fyrri umferð fyrstu frjálsu forsetakosninganna í Rússlandi.
- 20. júní - Þúsundir stuðningsmanna Megawati Sukarnoputri tókust á við lögreglu í Jakarta í Indónesíu.
- 23. júní - Leikjatölvan Nintendo 64 kom fyrst út í Japan.
- 25. júní - Bandaríska kvikmyndin Head Above Water var frumsýnd.
- 25. júní - 19 bandarískir hermenn létust í sprengingu í Khobar í Sádí-Arabíu.
- 26. júní - Írska blaðakonan Veronica Guerin var myrt í bíl sínum rétt utan við Dublin.
- 27. júní - Lög um staðfesta samvist samkynhneigðra para tóku gildi á Íslandi.
- 28. júní - Stjórnarskrá Úkraínu varð að lögum.
- 29. júní - Forsetakosningar á Íslandi 1996: Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands.
- 29. júní - Tónleikar til stuðnings Prince's Trust voru haldnir í Hyde Park í London. Hljómsveitin The Who kom þar fram í fyrsta sinn frá 1989.
- 30. júní - Radovan Karadžić sagði af sér sem forseti Bosníuserba og Biljana Plavšić tók við.
Júlí
breyta- 1. júlí - Ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins tóku gildi á Íslandi. Þau fólu meðal annars í sér afnám æviráðningar opinberra starfsmanna.
- 1. júlí - Þýsku réttritunarumbæturnar voru samþykktar af flestum þýskumælandi ríkjum.
- 2. júlí - Bræðurnir Lyle og Erik Menendez voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í Los Angeles fyrir að myrða foreldra sína.
- 3. júlí - Boris Jeltsín sigraði aðra umferð forsetakosninga og var endurkjörinn forseti Rússlands.
- 5. júlí - Í Roslin-stofnuninni í Skotlandi fæddist gimbur sem hafði verið klónuð og því eingetin. Hlaut hún nafnið Dolly og lifði til 2003. Dolly var fyrsta klónaða spendýrið.
- 11. júlí - Russell-dómurinn gaf út handtökutilskipanir á hendur Radovan Karadžić og Ratko Mladić fyrir stríðsglæpi.
- 16. júlí - Matareitrun af völdum Escherichia coli olli veikindum 6000 barna í Japan og dauða tveggja.
- 17. júlí - Samband portúgölskumælandi landa var stofnað.
- 17. júlí - TWA flug 800 sprakk undan strönd Long Island í Bandaríkjunum. Allir um borð, 230 manns, fórust.
- 19. júlí - Sumarólympíuleikar voru settir í Atlanta.
- 19. júlí - Forseti Bosníuserba, Radovan Karadžić, sagði af sér vegna ásakana um stríðsglæpi.
- 21. júlí - Danski hjólreiðamaðurinn Bjarne Riis sigraði í Tour de France-keppninni.
- 24. júlí - 56 létust þegar sprengja sprakk í lest utan við Kólombó á Srí Lanka.
- 25. júlí - Her Búrúndí framdi valdarán og gerði Pierre Buyoya aftur að forseta.
- 27. júlí - Einn lést og 111 særðust þegar sprengja sprakk í Centennial Olympic Park í Atlanta í Bandaríkjunum.
- 29. júlí - Windows NT 4.0 kom út.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Ólafur Ragnar Grímsson tók við sem forseti Íslands af Vigdísi Finnbogadóttur.
- 1. ágúst - Menntaskólinn Hraðbraut var stofnaður.
- 6. ágúst - Skáldsagan Game of Thrones, fyrsta sagan í bókaröð George R.R. Martin, kom út í Bandaríkjunum.
- 6. ágúst - NASA sagði frá því að loftsteinninn ALH 84001 gæti innihaldið leifar af frumstæðum lífverum.
- 7. ágúst - 87 manns fórust á tjaldstæði í rigningum við Huesca á Spáni.
- 13. ágúst - Könnunarfarið Galileo sendi frá sér gögn sem bentu til þess að vatn væri að finna á einu af tunglum Júpíters.
- 13. ágúst - Belgíski barnaníðingurinn Marc Dutroux var handtekinn ásamt eiginkonu sinni og hjálparmanni.
- 14. ágúst - Flugeldur varð til þess að háspennuvír féll á hóp af fólki í Arequipa í Perú með þeim afleiðingum að 35 létust.
- 16. ágúst - Airstan-atvikið: Áhöfn rússneskrar Il-76-herflugvélar sluppu úr haldi Talíbana eftir 378 daga í haldi og tókst að fljúga burt á flugvél sinni.
- 17. ágúst - Skáldsagan Fight Club eftir Chuck Palahniuk kom út.
- 18. ágúst - Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn í Reykjavík.
- 18. ágúst - Bandaríski blaðamaðurinn Gary Webb gaf út fyrstu greinina af þremur í San Jose Mercury News þar sem hann sýndi fram á tengsl milli krakkverslunar í Los Angeles og Kontraskæruliða í Níkaragva.
- 19. ágúst - Netscape Navigator 3.0 kom út. Þetta var fyrsti vafrinn með innbyggðan JavaScript-túlk.
- 21. ágúst - Fyrrum forseti Suður-Afríku, F. W. de Klerk, baðst formlega afsökunar á glæpum stjórnarinnar á Apartheid-tímanum.
- 23. ágúst - Bandaríska gamanmyndin She's the One var frumsýnd.
- 23. ágúst - Osama bin Laden skrifaði yfirlýsingu um heilagt stríð gegn herliði Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu.
- 26. ágúst - Fyrrum leiðtogi Suður-Kóreu, Chun Doo-hwan, var dæmdur til dauða fyrir uppreisn og landráð.
- 28. ágúst - Karl Bretaprins og Díana prinsessa skildu.
- 29. ágúst - Íslenska dagblaðið Dagur-Tíminn kom út í fyrsta sinn.
- 29. ágúst - 141 fórust þegar rússnesk Vnukovo Airlines flug 2801 rakst á fjall við flugvöllinn á Spitsbergen.
September
breyta- 1. september - Ný norsk ríkissjónvarpsstöð, NRK2, hóf reglulegar útsendingar.
- 2. september - Stjórnvöld á Filippseyjum sömdu um frið við skæruliðasamtökin Moro National Liberation Front.
- 4. september - Skæruliðasveitir FARC í Kólumbíu hófu árás á herstöð í Guaviare. Átökin stóðu í þrjár vikur og kostuðu yfir 130 lífið.
- 7. september - Skotið var á bíl rapparans 2Pac fyrir utan hnefaleikvang í Las Vegas. Hann lést af sárum sínum sex dögum síðar.
- 9. september - Tölvuleikurinn Crash Bandicoot kom fyrst út.
- 12. september - Ricardo López sendi Björk Guðmundsdóttur pakka með sýrusprengju og framdi síðan sjálfsmorð. Scotland Yard komst yfir pakkann nokkrum dögum síðar.
- 13. september - Alija Izetbegović var kjörinn forseti Bosníu og Hersegóvínu.
- 14. september - Vestfjarðagöng milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar á Vestfjörðum voru vígð.
- 18. september - Norðurkóreskur kafbátur af Sang-O-gerð strandaði við Suður-Kóreu. Áhöfnin var skotin til bana af suðurkóreska hernum.
- 19. september - Norðurskautsráðið var stofnað í Ottawa í Kanada.
- 20. september - Tígrishellisleirbrennslan uppgötvaðist í Hangzhou í Kína.
- 20. september - Pakistanski stjórnarandstöðuleiðtoginn Murtaza Bhutto lést í skotbardaga við lögreglu.
- 24. september - Bill Clinton undirritaði samninginn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn.
- 25. september - Síðasta þvottahúsi Magðalenusystra var lokað á Írlandi.
- 27. september - Talíbanar í Afganistan náðu höfuðborginni Kabúl á sitt vald eftir að hafa hrakið forsetann Burhanuddin Rabbani úr landi og tekið leiðtogann Mohammad Najibullah af lífi.
- 29. september - Jarðskjálfti upp á 5 stig á Richter fannst við Bárðarbungu.
- 30. september - Eldgos hófst undir Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Grímsvatna sem stóð til 13. október.
Október
breyta- 2. október - Andrej Lúkanov, fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu, var myrtur.
- 2. október - Aeroperú flug 603 hrapaði í Kyrrahafið þegar öll tæki um borð biluðu skömmu eftir flugtak frá Límaflugvelli í Perú. Allir um borð, 70 að tölu, fórust.
- 3. október - Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjan, var frumsýnd.
- 7. október - Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið News Corporation, hleypti fréttastöðinni Fox News af stokkunum.
- 22. október - 30 fangar létust þegar eldur braust út í fangelsi í Caracas í Venesúela.
- 23. október - Réttarhöld yfir O. J. Simpson hófust í Santa Monica í Kaliforníu.
- 25. október - Gro Harlem Brundtland sagði af sér embætti forsætisráðherra í Noregi og Torbjørn Jagland tók við.
- 30. október - Bardagar brutust út þegar tútsar undir stjórn Laurent Kabila náðu Uvira í Saír á sitt vald og hófu morð á flóttamönnum hútúa.
- 31. október - 96 farþegar létust auk þriggja á jörðu niðri þegar TAM Transportes Aéreos Regionais flug 402 hrapaði á íbúðahverfi í São Paulo.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Fréttastöðin Al Jazeera hóf göngu sína í Doha í Katar.
- 5. nóvember - Forseti Pakistan, Farooq Leghari, leysti ríkisstjórn Benazir Bhutto frá völdum vegna ásakana um spillingu.
- 5. nóvember - Bill Clinton sigraði forsetakosningar í Bandaríkjunum gegn frambjóðanda Repúblikana, Bob Dole.
- 5. nóvember - Jökulhlaup hófst úr Grímsvötnum og varði í 2 daga.
- 7. nóvember - Fellibylur gekk yfir Andhra Pradesh á Indlandi með þeim afleiðingum að 2000 fórust.
- 7. nóvember - NASA skaut könnunarfarinu Mars Global Surveyor á loft.
- 8. nóvember - 141 lést þegar Boeing 727-farþegaþota hrapaði í Atlantshafið í aðflugi að Lagosflugvelli.
- 12. nóvember - Tvær farþegaþotur frá Saudi Arabian Airlines og Kazakhstan Airlines rákust á yfir Nýju Delí á Indlandi með þeim afleiðingum að 349 létust.
- 16. nóvember - Auður Laxness, eiginkona Halldórs Laxness, gaf handritadeild Landsbókasafns bréfasafn manns síns.
- 16. nóvember - Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti.
- 16. nóvember - Móður Teresu var veittur heiðursborgararéttur í Bandaríkjunum.
- 17. nóvember - 32 létust í sprengingu í Kaspijsk í Rússlandi.
- 17. nóvember - Emil Constantinescu var kjörinn forseti Rúmeníu.
- 18. nóvember - Fuglafræðingurinn Tony Silva var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að vera leiðtogi páfagaukasmyglhrings.
- 19. nóvember - Geimskutlan Columbia lauk við lengstu geimferð Geimskutluáætlunarinnar, 17 daga og 15 tíma.
- 20. nóvember - Eldur kviknaði í Garley-byggingunni í Hong Kong. 41 fórst í eldinum.
- 21. nóvember - Yfir 100.000 mótmæltu afturköllun útvarpsleyfis Radio 101 í Sagreb í Króatíu.
- 23. nóvember - Ethiopian Airlines flugi 961 var rænt. Flugvélin hrapaði síðan í Indlandshaf þegar hún varð uppiskroppa með eldsneyti. 125 af 175 um borð fórust.
Desember
breyta- 1. desember - Meðferðarheimilið Byrgið var stofnað.
- 5. desember - Madeleine Albright var tilnefnd sem fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
- 9. desember - Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum aðgerðinni Olía fyrir mat í Írak.
- 12. desember - Uday Hussein, elsti sonur Saddam Hussein, slasaðist alvarlega eftir að gerð var tilraun til að myrða hann.
- 13. desember - Fyrsta skóflustungan að Grafarvogslaug var tekin.
- 13. desember - Kofi Annan var kjörinn aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 17. desember - Skæruliðahreyfingin Túpac Amaru tók 72 gísla í sendiráði Japana í Líma í Perú.
- 19. desember - Ísland og Norgur undirrituðu Schengensamninginn.
- 20. desember - Apple Computer keypti hugbúnaðarfyrirtæki Steve Jobs, NeXT.
- 25. desember - Barnafegurðardrottningin JonBenét Ramsey var myrt í kjallara húss foreldra sinna í Boulder Kóloradó.
- 25. desember - Líbýskt flutningaskip rakst á vélbát með fjölda flóttafólks um borð. 283 drukknuðu í þessu mannskæðasta sjóslysi Miðjarðarhafsins frá lokum Síðari heimsstyrjaldar.
- 27. desember - Talíbanar í Afganistan náðu Bagramflugvelli á sitt vald.
- 29. desember - Borgarastyrjöldinni í Gvatemala lauk með undirritun friðarsamninga milli ríkisstjórnar Gvatemala og skæruliðahreyfingarinnar URNG.
- 30. desember - Aðskilnaðarsinnar Bodoa í Assam gerðu sprengjuárás á farþegalest með þeim afleiðingum að 26 létust.
Ódagsettir atburðir
breyta- Bandaríska hljómsveitin Electric Six var stofnuð.
- Ásatrúarfélagið Bifröst var stofnað í Noregi.
- Sænska hljómsveitin Johnossi var stofnuð.
- Breska tímaritið Wallpaper* var stofnað.
- Íslenska tímaritið Undirtónar var stofnað.
- Rússneska hljómsveitin Tracktor Bowling var stofnuð.
Fædd
breyta- 1. janúar - Mahmoud Dahoud, þýskur knattspyrnumaður.
- 11. janúar - Leroy Sané, þýskur knattspyrnumaður.
- 13. janúar - Aníta Hinriksdóttir, íslensk frjálsíþróttakona.
- 11. febrúar - Jonathan Tah, þýskur knattspyrnumaður.
- 27. febrúar - Sylvía Erla Scheving, íslensk söngkona.
- 6. mars - Timo Werner, þýskur knattspyrnumaður.
- 11. apríl - Dele Alli, enskur knattspyrnumaður.
- 14. apríl - Abigail Breslin, bandarísk leikkona.
- 16. apríl - Kento Misao, japanskur knattspyrnumaður.
- 17. apríl - Dee Dee Davis, bandarísk leikkona.
- 6. maí - Dominic Scott Kay, bandarískur leikari.
- 3. júní - Lukas Klostermann, þýskur knattspyrnumaður.
- 22. júní - Rodri, spænskur knattspyrnumaður.
- 5. júlí - Dolly, fyrsta klónaða spendýrið (d. 2003).
- 23. ágúst - Yosuke Ideguchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 12. september - Colin Ford, bandarískur leikari.
- 4. desember - Diogo Jota, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 8. desember - Scott McTominay, enskur knattspyrnumaður.
- 11. desember - Hailee Steinfeld, bandarísk leikkona.
Dáin
breyta- 3. janúar - Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns Íslands (d. 1908).
- 8. janúar - François Mitterrand, Frakklandsforseti (f. 1916).
- 28. janúar - Joseph Brodsky, rússneskt skáld (f. 1940).
- 2. febrúar - Gene Kelly, bandarískur dansari, leikari og leikstjóri (f. 1912).
- 20. febrúar - Solomon Asch, bandarískur sálfræðingur (f. 1907).
- 13. mars - Róska, íslensk listakona (f. 1940).
- 18. mars - Odysseas Elytis, grískt skáld (f. 1911).
- 26. mars - David Packard, verkfræðingur og annar stofnenda Hewlett-Packard (f. 1912).
- 1. apríl - Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, íslenskur bóndi (f. 1920).
- 17. apríl - Piet Hein, danskur stærðfræðingur og skáld (f. 1905).
- 20. apríl – Christopher Robin Milne, sonur rithöfundarins A.A. Milne og eigandi Bangsímons (f. 1920).
- 30. apríl - Juan Hohberg, argentínskur/úrúgvæskur knattspyrnumaður og -þjálfari (f. 1926).
- 11. maí - Nnamdi Azikiwe, fyrsti forseti Nígeríu (f. 1904).
- 8. júní - Filippía Kristjánsdóttir, íslenskt skáld (f. 1905).
- 15. júní - Ella Fitzgerald, bandarísk söngkona (f. 1917).
- 26. júní - Veronica Guerin, írsk blaðakona (f. 1958).
- 6. júlí - Einar Kristjánsson, íslenskur rithöfundur (f. 1911).
- 15. júlí - Guðmundur Steinsson, íslenskt leikskáld (f. 1925).
- 17. júlí - Hringur Jóhannesson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1932).
- 2. ágúst - Obdulio Varela, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1917).
- 12. ágúst - Viktor Ambartsúmjan, sovésk-armenskur vísindamaður (f. 1908).
- 13. september - Tupac Shakur, bandarískur rappari (f. 1971).
- 17. september - Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna (f. 1918).
- 20. september - Pál Erdős, ungverskur stærðfræðingur (f. 1913).
- 19. desember - Marcello Mastroianni, ítalskur leikari (f. 1924).
- 20. desember - Carl Sagan, bandarískur stjörnufræðingur, rithöfundur og sjónvarpsmaður (f. 1934).
- 21. desember - Sigfús Halldórsson, íslenskur lagahöfundur (f. 1920).
- 27. desember - Lúðvík Þorgeirsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1910).
- Eðlisfræði - David M. Lee, Douglas D. Osheroff, Robert C. Richardson
- Efnafræði - Robert Curl, Sir Harold Kroto, Richard Smalley
- Læknisfræði - Peter C Doherty, Rolf M Zinkernagel
- Bókmenntir - Wislawa Szymborska
- Friðarverðlaun - Carlos Felipe Ximenes Belo, Jose Ramos-Horta
- Hagfræði - James Mirrlees, William Vickrey