Dunblane
Dunblane (gelíska: Dùn Bhlàthain) er bær í sveitarfélaginu Stirling í Skotlandi. Helsta kennileiti bæjarins er Dómkirkjan í Dunblane en elsti hluti hennar er frá 11. öld. Áin Allan Water rennur gegnum bæinn. Íbúar eru tæplega 9.000.
Blóðbaðið í Dunblane átti sér stað í bænum árið 1996 þegar miðaldra maður skaut 16 börn og kennara þeirra til bana í íþróttahúsi barnaskólans í Dunblane og svipti sig síðan lífi.