Hangzhou

höfuðborg Zhejiang héraðs í Kína

Hangzhou borg (kínverska: 杭州; rómönskun: Hángzhōu) er höfuðborg og fjölmennasta borg Zhejiang héraðs á austurströnd Alþýðulýðveldisins Kína. Borgin er þróuð miðstöð viðskipta og verslunar. Árið 2020 þegar síðasta manntal Kína var framkvæmt var íbúafjöldi borgkjarnans 11,9 milljónir manna en á stórborgarsvæði Hangzhou um 13 milljónir manna.

Frá Hangzhou borg í Jilin í Kína.
Frá Hangzhou borg, í Jilin héraði. Hún þykir meðal fegurri borga Kína. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Hangzhou um 13 milljónir manna.
Staðsetning Hangzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.
Staðsetning Hangzhou borgar í Kína.
Landakort sem sýnir legu Hangzhou borgar í Zhejiang héraði á austurströnd Kína.
Kort af legu Hangzhou borg (dökkrautt) í Zhejiang í Kína.

Borgin er staðsett í norðurhluta héraðsins við norðurbakka ósa Qiantang fljóts (Tsientang) við Hangzhou-flóa. Borgin hefur skipgengar vatnaleiðir við innri hluta Zhejiang í suðri, er miðstöð „Mikla skipaskurðar“ og er tengt neti síkja og vatnaleiða sem ná til óseyra Jangtse fljóts í norðri.

Borgin stendur austur af fjallarótum Tianmu fjalls („Augu heimsins“) og við hið fræga Xi vatn („Vesturvatn“) sem hefur verið lýst í kínverskum ljóðum og myndverkum fyrir fegurð og er nú á Heimsminjaskrá UNESCO. Íbúafjöldi Hangzhou var árið 2010 um 8.7 milljónir.

Hangzhou er talin til 100 helstu fjármálamiðstöðva heims. Borgin er einnig talin ein besta verslunarborg meginlands Kína. Hún hefur laðað til sín fagfólk og frumkvöðla á sviði upplýsingatækni enda eru þar höfuðstöðvar risa á því sviði á borð við Alibaba Group. Þá eru í borginni sterkir háskólar á borð við Zhejiang háskóla, einn virtasta rannsóknaháskóla Kína.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta