Hangzhou

höfuðborg Zhejiang héraðs í Kína

Hangzhou borg (kínverska: 杭州; rómönskun: Hángzhōu) er höfuðborg og fjölmennasta borg Zhejiang héraðs á austurströnd Alþýðulýðveldisins Kína. Borgin er þróuð miðstöð viðskipta og verslunar. Íbúafjöldi er um 8.7 milljónir.

Landakort sem sýnir legu Hangzhou borgar í Zhejiang héraði á austurströnd Kína.
Kort af legu Hangzhou borg (dökkrautt) í Zhejiang í Kína.

Borgin er staðsett í norðurhluta héraðsins við norðurbakka ósa Qiantang fljóts (Tsientang) við Hangzhou-flóa. Borgin hefur skipgengar vatnaleiðir við innri hluta Zhejiang í suðri, er miðstöð „Mikla skipaskurðar“ og er tengt neti síkja og vatnaleiða sem ná til óseyra Jangtse fljóts í norðri.

Borgin stendur austur af fjallarótum Tianmu fjalls („Augu heimsins“) og við hið fræga Xi vatn („Vesturvatn“]] sem hefur verið lýst í kínverskum ljóðum og myndverkum fyrir fegurð og er nú á Heimsminjaskrá UNESCO. Íbúafjöldi Hangzhou var árið 2010 um 8.7 milljónir.

Frá Hangzhou borg í Jilin í Kína.
Frá Hangzhou borg, Jilin, Kína.

Hangzhou er talin til 100 helstu fjármálamiðstöðva heims. Borgin er einnig talin ein besta verslunarborg meginlands Kína. Hún hefur laðað til sín fagfólk og frumkvöðla á sviði upplýsingatækni enda eru þar höfuðstöðvar risa á því sviði á borð við Alibaba Group. Þá eru í borginni sterkir háskólar á borð við Zhejiang háskóla, einn virtasta rannsóknaháskóla Kína.

TenglarBreyta

HeimildirBreyta