Duke Nukem

(Endurbeint frá Duke Nukem 3D)

Duke Nukem er tölvuleikjaröð sem 3D Realms þróaði á 10. áratug 20. aldar, upphaflega fyrir einkatölvur með MS DOS-stýrikerfi. Seinna keypti Gearbox Software leikinn og þróaði síðustu útgáfu hans, Duke Nukem Forever, sem kom út 2011. Fyrstu tveir Duke Nukem-leikirnir eru pallaleikir, en þeir síðari tveir fyrstu persónu skotleikir. Auk þessara fjögurra hafa komið út minni leikir fyrir leikjatölvur.

Þriðji leikurinn í röðinni, Duke Nukem 3D, naut mikilla vinsælda. Hann er fyrstu persónu skotleikur í þrívíðu umhverfi með tvívíðum kvikum, líkt Wolfenstein og Doom. Söguþráðurinn gengur út á að bjarga jörðinni úr klóm geimvera. Leikurinn er háðsádeila á bandarískar spennumyndir með vöðvastæltum hetjum, Hollywood-menningu og bandaríska poppmenningu. Leikurinn var gagnrýndur fyrir þá mynd af konum sem hann dregur upp og fyrir karlrembulegan húmor.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.