Hyde Park, London

(Endurbeint frá Hyde Park)

Hyde Park er almenningsgarður í London, Bretlandi. Garðurinn var stofnaður árið 1637. Garðurinn státar af tveimur minnisvörðum, annar fyrir Díönu prinsessu af Wales[1] og hinn fyrir fórnarlömb sprengjuárásarinnar 7. júlí 2005 [2]. Hyde Park státar jafnframt af "Speakers' Corner", þar sem almenningur segir sína skoðun. Menn eins og Karl Marx, Lenin, George Orwell og Willam Morris hafa allir haldið ræður í því horni garðsins. [3]

Loftmynd af Hyde Park

Upphaflega var svæðið þar sem Hyde Park stendur nú, í eigu munka og voru það í 500 ár, frá 1090 til 1536. Á árinu 1536 keypti konungurinn Henry áttundi svæðið og breytti í af girtan veiðigarð. Svæðið var aldrei opnað almenningi fyrr en einni öld síðar. Umfangsmiklar landsframkvæmdir áttu sér stað í Hyde Park fyrst árið 1642. Frá 1642-1649 stóð yfir borgarastyrjöld og varnargarðar voru myndaðir í austurátt garðsins. 40 árum síðar, 1989 var lagður einkavegur um landið, fyrir kónginn William sem keypti hús í eystri hluta garðsins. Sá vegur var sá fyrsti upplýsti vegur sinnar tegundar í Bretlandi. Það var þó ekki fyrr en á næstu öld, 1728 sem mestu breytingarnar urðu á garðinum. Þá var skorið 1,2 ferkílómetrum af Hyde park, til þess að mynda garðinn "Kensington Gardens". Garðarnir tveir eru aðgreindir með skurði á milli þeirra tveggja. Síðar var vegur lagður á milli þeirra, um árið 1820, sem heitir "Carriage Drive". [4]

Tilvísanir

breyta
  1. „Diana memorial“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. maí 2010. Sótt 19. október 2010.
  2. „7. july memorial“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. janúar 2011. Sótt 19. október 2010.
  3. Speakers Corner - Hyde Park
  4. „Hyde Park Landscape History“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. september 2007. Sótt 19. október 2010.