Sjálfsmorðsárás

(Endurbeint frá Sjálfsmorðssprengjuárás)

Sjálfsmorðsárás er árás á hernaðarlegt eða borgaralegt skotmark þar sem árásarmaðurinn er meðvitaður um það að árásin mun að öllum líkindum fela í sér dauða hans sjálfs (sjá sjálfsmorð). Aðferðir við sjálfsmorðsárásir eru margvíslegar og til eru dæmi um bifreiðar fullar af sprengiefni, farþegavélar og sprengjuvesti. Þótt til séu gömul dæmi um sjálfsmorðsárásir, þær þekktustu kannski kamikaze-árásir japanskra flugmanna í Síðari heimsstyrjöld, varð þessi árásaraðferð fyrst áberandi á 9. áratug 20. aldar. Árið 2005 voru 460 sjálfsmorðsárásir framkvæmdar í heiminum samanborið við 81 árið 2001.

Bandaríska flugmóðurskipið USS Bunker Hill brennur eftir sjálfsmorðsárásir japanskra flugmanna í maí 1945.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.