Pál Erdős

Pál Erdős, eða Páll Erdös, eða Paul Erdős (26. mars 191320. september 1996) var ungverskur stærðfræðingur þekktur fyrir sérvisku sína og afkastamikinn feril enda liggja eftir hann um 1.500 fræðirit, aðeins Euler gaf út fleiri.

Erdos head budapest fall 1992.jpg

BókinBreyta

Páll talaði oft um Bókina þar sem Guð sjálfur safnar saman heimsins fallegustu sönnunum. Hann sagði oft að maður þyrfti ekki að trúa á guð ,en sem stærðfræðingur ,þá þyrftir þú að trúa á bókina.

Erdős talaBreyta

Erdős tala einstaklings er einskonar samstarfsfjarlægð frá Pál Erdősi sem er mælt með sameiginlegri útgáfu stærðfræðigreina.

SkilgreiningBreyta

Ef einstaklingur hefur Erdős töluna 1 þýðir það að að hann hefur skrifað grein með Erdős; ef einstaklingur hefur Erdős tölunna 2 þá hefur hann skrifað grein með öðrum einstaklingi sem hefur skrifað grein með Erdős en ekki með Erdős sjálfum, og svo framvegis.

Hægt er að skilgreina Erdős tölunna endurkvæmt eins og líst er hér að neðan:

  • Erdős tala Páls Erdős er núll.
  • Erdős tala einstaklings E er einn plús minnsta Erdős tala allra einstaklinga sem hafa skrifað grein með E.
  • Ef E hefur enga tengingu við Erdős hvorki beint né óbeint þá er Erdős tala hanns óendanlega stór.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

[1]

Tengt efniBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Bruce Schechter (1998). My Brain Is Open.