Dolly eða Dollý (5. júlí 199614. febrúar 2003) var sauðkind og fyrsta klónaða spendýrið. Dollý var klónuð í Roslin-stofnuninni í Edinborg, Skotlandi og ól þar sína ævi.[1]

Ævi Dollýar breyta

Burðurinn breyta

Fruman, sem Dollý var klónuð úr, var tekin úr júgra 6 ára gamallar finnskrar Dorset-kindar.[2] Dollý var eina tilraunin til klónunar sem tókst af samtals 277 tilraunum, sem Roslin-stofnunin framkvæmdi á sauðfé.[3] Fæðing hennar var ekki kynnt fyrr en í febrúar 1997.

Dauðinn breyta

 
Kindin Dolly uppstoppuð á safni í Edinborg.

Dollý dó 14. febrúar 2003 af mæðiveiki (votamæði)[1] og þann 9. apríl 2003 var hún stoppuð upp og sett til sýnis á Royal-safninu í Edinborg.

Nafnið breyta

Kindin Dollý gekk upprunalega undir dulnefninu 6LL3. Einn aðilanna, sem aðstoðaði við burð kindarinnar, stakk upp á nafninu „Dolly“ í höfuðið á hinni brjóstamiklu kántrísöngkonu Dolly Parton, þar sem fruman, sem Dollý var klónuð úr, kom úr júgra móður hennar.[4][5]

Hagur af tilrauninni breyta

Eftir Dollý hefur orðið ör þróun á sviði klónana. Vísindamenn Roslin-stofnunarinnar hafa síðar klónað stærri spendýr, þ.á m. hesta og nautgripi.[6] Hugmyndir eru um að nota klónun í framtíðinni til að bjarga dýrum í útrýmingarhættu.[7]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 "First cloned sheep Dolly dies at 6", CNN.com, 14. febrúar 2003.
  2. Campbell, K.H.S., McWhir, J., Ritchie, W.A. and Wilmut, A. (1996). "Sheep cloned by nuclear transfer from a cultured cell line". Nature 380 (6569): 64-66.
  3. „Research in the News: Creating a Cloned Sheep Named Dolly“ Geymt 4 júlí 2007 í Wayback Machine, science-education.nih.gov , 4. júlí 2007
  4. "Listen to public, says Dolly scientist", BBC News. 2000.
  5. „Dolly was world's hello to cloning's possibilities“. Sótt 20. nóvember 2007.
  6. Lozano, Juan A. (27. júní 2005). A&M Cloning project raises questions still Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine. Bryan-College Station Eagle. Sótt 30. apríl 2007
  7. Texas A&M scientists clone world’s first deer Geymt 11 nóvember 2006 í Wayback Machine“, Innovations Report, 23. desember 2003. Sótt 1. janúar 2007.

Tenglar breyta