Dagur íslenskrar tungu

árlegur hátíðisdagur tileinkaður íslensku

Dagur íslenskrar tungu er íslenskur hátíðardagur, 16. nóvember, tileinkaður íslensku.

Haustið 1995 lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar.

Fyrsti dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember 1996 og hefur verið haldinn síðan árlega.

Tengill breyta

   Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.