Vatnajökull
64°24′00″N 16°48′00″V / 64.40000°N 16.80000°V
Vatnajökull | |
Vatnajökull | |
Hæð | 2110 m. yfir sjávarmáli |
Staðsetning | Ísland |
Vatnajökull (fyrrum nefndur Klofajökull[1]) er þíðjökull staðsettur á suðausturhluta Íslands innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann er stærsti jökull landsins bæði að flatarmáli og rúmmáli og þriðji stærsti jökull Evrópu að flatarmáli. Hæð jökulsins er yfirleitt 1.400 til 1.800 metrar yfir sjávarmáli.[2]
Stærsti jökull Evrópu er Severny-jökull á Novaya Zemlya, Rússlandi, 20,500 km2. Annar stærsti er Austfonna á Nordaustlandet á Svalbarða, 7,800 km2 (2012)[3] eða 2500 km3[4]. Flatarmál Vatnajökuls mældist 7700km² árið 2021 [5] og er hann um 3000 km3[6]. Meðalþykkt hans er um 400 metrar en mesta þykkt hans er allt að einum kílómetra. Vatnajökull er stærstur jökla Evrópu utan heimskautasvæðanna.
Saga jökulsins
breytaFyrir 14. öld var Vatnajökull miklu minni en hann er nú, síðan 1930 hefur hann verið í stöðugri rýrnun, en þá mun stærð hans hafa verið í hámarki.[heimild vantar]
Eldvirkni
breytaUndir Vatnajökli eru einhverjar mestu eldstöðvar landsins, Grímsvötn er þeirra þekktust ásamt Öræfajökli. Einnig má nefna Gjálp og Þórðarhyrnu og Bárðarbungu. Gos úr Vatnajökli hafa komið í hrinum í tímans rás.
Þjóðgarðar
breytaHluti jökulsins í kringum Skaftafell var gerður að þjóðgarði 1967. Þann 28. október 2004 varð allur syðri hluti Vatnajökuls hluti af þjóðgarðinum í Skaftafelli. Árið 2007 varð allur Vatnajökull þjóðgarður með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli og Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum urðu jafnframt hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.[7]
Skriðjöklar
breytaÚt frá Vatnajökli ganga um það bil 30 skriðjöklar. Hér á eftir fylgir listi yfir skriðjökla sem falla frá Vatnajökli, skipt niður eftir stjórnunarumdæmum Vatnajökulsþjóðgarðs[8]. Þetta er ekki tæmandi listi.
Suðursvæði
- Austurtungnajökull
- Breiðamerkurjökull
- Brókarjökull
- Falljökull
- Fjallsjökull
- Fláajökull
- Heinabergsjökull
- Hoffellsjökull
- Hólárjökull
- Hrútárjökull
- Kvíárjökull
- Lambatungnajökull
- Morsárjökull
- Skaftafellsjökull
- Skálafellsjökull
- Skeiðarárjökull
- Stigárjökull
- Suðurfjallsjökull
- Súlujökull
- Svínafellsjökull
- Vesturdalsjökull
- Viðborðsjökull
- Virkisjökull
- Öræfajökull (er syðsti hluti Vatnajökuls en er þó ekki skriðjökull).
- Öxarfellsjökull
Austursvæði
Norðursvæði
Vestursvæði
Heimildir
breyta- ↑ Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli?Vísindavefur, skoðað 16. apríl, 2020
- ↑ [1] Mbl.is. Skoðað 30. janúar, 2016.
- ↑ Moholdt, G. & Kääb, A. A new DEM of the Austfonna ice cap by combining differential SAR interferometry with ICESat laser altimetry. Polar Res 31, 18460, https://doi.org/10.3402/polar.v31i0.18460 (2012).
- ↑ „Rapid dynamic activation of a marine‐based Arctic ice cap“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. nóvember 2020. Sótt 20. apríl 2020.
- ↑ Vatnajökull, fræðsla Vatnajökulsþjóðgarður
- ↑ Vatnajökull staðreyndir Vatnajökulsþjóðgarður, sótt 20. apríl 2020
- ↑ Fræðsla og fróðleikur Geymt 15 ágúst 2012 í Wayback Machine, Skoðað 27. október 2012.
- ↑ „Heildarkort“. Vatnajökulsþjóðgarður, Skoðað 25. október 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júní 2015. Sótt 27. október 2012.
Tenglar
breyta- Fræðsluvefur Hörfandi jökla samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, unnið í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Jöklahóp Jarðvísindastofnunar Háskólans.
- „Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?“. Vísindavefurinn.
- Ferðir á jökulinn (myndir).
- Upplýsingasíða á nat.is Geymt 5 desember 2004 í Wayback Machine
- Náttúrufar og náttúruminjar umhverfis Vatnajökul
- „Yfir Vatnajökul þveran“; grein í Þjóðviljanum 1967
- Baldursson, S, J Guðnason, H Hannesdóttir & T Thórðarson. Nomination of Vatnajökull National Park for inclusion in the World Heritage List, Reykjavik 2018, Vatnajökull National Park