Hringur Jóhannesson
Hringur Jóhannesson (21. desember 1932 - 17. júlí 1996) var íslenskur myndlistamaður. Hann þótti vera einn helsti fulltrúi ljóðræns nýraunsæis í íslenskri myndlist á 7. og 8. áratugnum.
Hringur fæddist að Haga í Aðaldal. Hann útskrifaðist úr Handíða- og myndlistarskóla Íslands árið 1952 og hélt sína fyrstu einkasýningu 1962. Alls urðu einkasýningar hans tæpar fjörtíu og samsýningar um sjötíu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var kennari við Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1959-1962, Myndlistaskólann í Reykjavík frá 1962 og í stjórn skólans frá 1965. Hringur myndskreytti fjöldann allan af blöðum, tímaritum og einnig margar byggingar. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík og er jarðaður í Neskirkjugarði í Aðaldal.
Eitt og annað um Hring
breytaTengill
breyta- Hið smáa er jafnlítið smátt; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1997
- Hringur eða bein lína; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1988
- Hefur tekið Aðaldalinn fram yfir útlönd; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1973
- Flíkurnar trufla þó það sé lítið af þeim; grein í Tímanum 1961
- Mosfellsbær - Hringur Jóhannesson Geymt 22 júlí 2011 í Wayback Machine