Anna Sigurðardóttir

Anna Sigurðardóttir (f. 5. desember 1908, d. 3. janúar 1996) var stofnandi og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands.

Anna fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði og lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Anna tók virkan þátt í starfi kvenfélaga og lagði kvennabaráttunni lið með margvíslegum hætti en þann 1. janúar árið 1975 stofnaði hún Kvennasögusafn Íslands og veitti safninu forstöðu meðan hún lifði. Safnið var lengi rekið á heimili Önnu á Hjarðarhaga í Reykjavík en opnaði í Þjóðarbókhlöðunni sama ár og Anna lést. Anna Sigurðardóttir var gerð að heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1986, fyrst íslenskra kvenna, fyrir brautryðjendastarf í íslenskum kvennarannsóknum.[1]

Anna ritaði tvær bækur Vinna kvenna í 1100 ár (1985) og Allt hafði annan róm áður í páfadóm (1988).[2]

Tilvísanir breyta

  1. Kvennasögusafn Íslands Anna Sigurðardóttir, https://kvennasogusafn.is/index.php?page=anna-sigurdardottir-2[óvirkur tengill] (skoðað 29. apríl 2019)
  2. Kvennasögusafn Íslands, https://kvennasogusafn.is/index.php?page=goegn-er-tengjast-oennu-sigurdardottur Geymt 25 apríl 2017 í Wayback Machine (skoðað 29. apríl 2019)

Tenglar breyta

  • Sigríður Th. Erlendsdóttir, „Anna Sigurðardóttir“ Andvari- Nýr flokkur XLII, 125. ár (2000), bls. 11-68
  • Erla Hulda Halldórsdóttir, „Anna Sigurðardóttir og Kvennasögusafn Íslands“ Ritmennt. Ársrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 2 (1997), bls. 81-106
  • Svanlaug Baldursdóttir, „Í Kvennasögusafni Íslands“ Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttir (Reykjavík 1980), bls. 1-11