Guðmundur Steinsson
Guðmundur Steinsson (19. apríl 1925 – 15. júlí 1996) var einn helsti leikritahöfundur á Íslandi á ofanverðri 20. öld. Hann er þekktastur fyrir verk sín Stundarfriður og Sólarferð.
Ævi Guðmundar
breytaGuðmundur fæddist á Eyrarbakka. Hann ólst upp í Reykjavík og varð stúdent frá MR 1946. Næsta áratuginn dvaldi hann erlendis við nám og ferðalög og seinna var hann fararstjóri til Suðurlanda. Guðmundur kenndi í Iðnskólanum 1959-1965. Fyrsta skáldsaga hans, Síld, kom út 1954 og Maríumyndin 1958. Eftir það sneri hann sér alfarið að leikritun og var eftir það mikilvirkur leikritahöfundur.
Eiginkona Guðmundar Steinssonar var Kristbjörg Kjeld, leikkona.