Séð og heyrt

Séð og heyrt var íslenskt slúðurblað sem kom út 1996 - 2016, fyrst tvisvar í mánuði en síðan í hverri viku á fimmtudögum.

Blaðið var prentað á glanspappír og einkennist af stórum myndum og stuttum textum, og þar fór mest fyrir fréttum af ástamálum misþekktra einstaklinga.

Blaðið var gert að fyrirmynd hins skandínavíska Se og hør,[1] sem er öllu eldra, en með öllu óskylt að eignarhaldi. Árið 1997 kvörtuðu skandínavísku útgefendurnir yfir því að íslenski útgefandinn hefði hermt eftir útliti og innihaldi þeirra blaðs og stefndu þeim fyrir höfundaréttarbrot. Málið var fellt niður 2002.[1][2]

Tengt efniBreyta

HeimildirBreyta

  • „Bókfræðifærsla Gegnis fyrir Séð og heyrt. Sótt 12. nóvember 2010.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. 1,0 1,1 „Stela uppsetningu". . (DV). 25. september 1997.
  2. Fréttablaðið, 21. janúar 2002