Steve Jobs (24. febrúar 19555. október 2011) var einn þriggja stofnenda Apple (hinir voru Steve Wozniak og Ronald Wayne), og var í upphafi stjórnandi fyrirtækisins og aðaldriffjöður. Samband hans við fyrirtækið var stormasamt og á miðjum níunda áratugnum hrökklaðist hann frá fyrirtækinu í kjölfar valdabaráttu og deilna um stefnu fyrirtækisins.

Steve Jobs, 2005

Eftir að Jobs yfirgaf Apple stofnaði hann tölvufyrirtækið NeXT og keypti hlut í Pixar teiknimyndagerðarfyrirtækinu. Jobs kom þó aftur til Apple og tók stóran þátt í stjórnun og vöruþróun þar.

Pixar sameinaðist Walt Disney-fyrirtækinu árið 2006 og við það fékk Jobs sæti í stjórn þess fyrirtækis.

Steve Jobs lést úr krabbameini í brisi.