Spitsbergen
Spitsbergen er stærsta eyja Noregs og eyjaklasans Svalbarða með flatarmál upp á 37.673 km². Fjórir lengstu firðir Svalbarða eru á Spitsbergen og allar byggðir. Ennfremur eru allir 7 þjóðgarðar Svalbarða á eynni.
Í Longyearbyen búa 2.075 manns (2013) en aðrir bæir eru sá rússneski Barentsburg, Nýja-Álasund og Sveagruva, auk 10–12 pólskra vísindamanna í Isbjørnhamna og 4–5 hótelrekanda á svæði sem nefnist Pyramiden.[1]
Erfiðleikar vegna hafíss og fjarskipta hafa gert það að verkum að aldrei hefur verið fiskvinnsla á Svalbarða heldur hefur öllum afla verið landað í Evrópu.
Saga
breytaSpitsbergen var gefið nafn af norðurheimskautalandkönnuðinum hollenska Willem Barents, sem sigldi um hana 1596. Hann kallaði það sem nú er almennt kallað Spitsbergen West-Spitsbergen en Svalbarða í heild sinni Spitsbergen og er skýringin að honum þótti eyja þessi hafa tindótt fjöll.
Aðflutningur til Spitsbergen var einkum sökum veiði 1600–1850, rannsókna 1880–1928 og námuvinnslu 1906–2000. Frá 1601 voru breskar og hollenskar hvalveiðistöðvar á eyjunum í norðvestri, seinna ennfremur lengra suður. Rússneskir veiðimenn voru þar einkum á 19. öld. Í seinni tíð hafa rannsóknir og ferðamennska haft sterkastan vöxt.
Landafræði
breytaLeifar af golfstrauminum færa varman sjó á vestur- og norðurströnd Spitsbergen sem er fyrir vikið minna ísilagt en austurstrendur eyjaklasans.
Hæsti tindur Spitsbergen er Newton-tindur sem er 1.713 metra hár.
Tilvísanir
breyta- ↑ Flytte eller reise til Svalbard Geymt 29 apríl 2014 í Wayback MachineNorden.org