Lúðvík Þorgeirsson

Lúðvík Thorberg Þorgeirsson (2. nóvember 191027. desember 1996) var íslenskur kaupmaður, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

breyta

Lúðvík var þjóðkunnur verslunarmaður, en hann rak nýlenduvöruverslunina Lúllabúð við Hverfisgötu frá árinu 1939 til 1982, þegar sonur hans tók við rekstinum.

Árið 1928 var Knattspyrnufélagið Fram komið að fótum fram. Sjóðurinn tómur, félagatalið týnt og gömlu forystumennirnir horfnir á braut. Til greina kom að leggja félagið niður eða sameina það Víkingi.

Þá kom að stjórn félagsins vaskur hópur ungra manna, sem segja má að hafi komið því til bjargar. Lúðvík var einn þeirra fimm manna sem skipuðu endurreisnarstjórnina 1928. Næsta áratuginn skipti hópur þessi á milli sín formennskunni í félaginu og kom hún í hlut Lúðvíks árin 1935-37.

Lúðvík lagði skóna á hilluna þegar hann stofnaði verslun sína árið 1939 og missti því naumlega af því að verða Íslandsmeistari með Fram. Hann tók hins vegar virkan þátt í starfi félagsins og gegndi Lúllabúð lengi hlutverki óopinbers félagsheimili Fram, þar sem m.a. mátti kaupa miða á kappleiki og skemmtanir, nálgast blöð félagsins og skrá sig í skíðaferðir.

Á fimmtíu ára afmæli Fram var Lúðvík útnefndur heiðursfélagi Fram, en við sama tilefni afhenti hann félaginu sjóð sem gamlir félagsmenn höfðu safnað til uppbyggingar á nýju félagssvæði.

Sonur Þorgeirs, Birgir var formaður Fram 1986-89.


Fyrirrennari:
Friðþjófur Thorsteinsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19351937)
Eftirmaður:
Guðmundur Halldórsson