Madeleine Albright

Bandarískur stjórnmálamaður og erindreki (1937–2022)

Madeleine Jana Korbel Albright[1] (fædd undir nafninu Marie Jana Korbelová; 15. maí 1937 – 23. mars 2022)[2][3] var bandarískur stjórnmálamaður og erindreki. Hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá 1997 til 2001 í stjórnartíð Bills Clinton Bandaríkjaforseta og var fyrsta konan til að gegna því embætti.

Madeleine Albright
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
23. janúar 1997 – 20. janúar 2001
ForsetiBill Clinton
ForveriWarren Christopher
EftirmaðurColin Powell
Persónulegar upplýsingar
Fædd15. maí 1937
Prag, Tékkóslóvakíu (nú Tékklandi)
Látin23. mars 2022 (84 ára) Washington, D.C., Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarísk
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiJoseph Medill Patterson Albright (g. 1959; skilin 1982)
Börn3
HáskóliWellesley-háskóli
Johns Hopkins-háskóli
Columbia-háskóli
StarfErindreki, stjórnmálamaður
Undirskrift

Albright flutti með fjölskyldu sinni frá Tékkóslóvakíu til Bandaríkjanna árið 1948 eftir valdarán kommúnista. Faðir hennar, erindrekinn Josef Korbel, settist að með fjölskyldu sinni í Denver og Madeleine hlaut bandarískan ríkisborgararétt árið 1957. Albright útskrifaðist úr Wellesley-háskóla árið 1959 og hlaut doktorsgráðu frá Columbia-háskóla árið 1959 með doktorsritgerð um vorið í Prag. Albright vann sem aðstoðarmaður þingmannsins Edmunds Muskie þar til hún tók sæti í bandaríska þjóðaröryggisráðinu. Hún gegndi stöðu þar undir Zbigniew Brzezinski á kjörtímabili Jimmy Carter Bandaríkjaforseta.

Eftir að Albright lauk störfum hjá þjóðaröryggisráðinu hóf hún störf við Georgetown-háskóla og gerðist utanríkisráðgjafi frambjóðenda Demókrataflokksins. Eftir að Bill Clinton vann sigur í forsetakosningunum árið 1992 hjálpaði Albright við að byggja upp þjóðaröryggisráð Clinton-stjórnarinnar. Árið 1993 útnefndi Clinton hana sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sem sendiherra til Sameinuðu þjóðanna átti Albright þátt í því að Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu gegn tilnefningu Boutros Boutros-Ghali til annars kjörtímabils sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna.[4] Albright hafði verið gagnrýnin á Boutros-Ghali, einkum vegna lélegra viðbragða við þjóðarmorðinu í Rúanda. Hún gegndi embættinu til ársins 1997 en þá tók hún við af Warren Christopher sem utanríkisráðherra. Hún sat sem utanríkisráðherra þar til Clinton lét af embætti árið 2001.

Albright varð seinna formaður Albright Stonebridge-hópsins og kennari í alþjóðasamskiptum við Georgetown-háskóla. Í maí árið 2012 sæmdi Barack Obama hana frelsisorðu Bandaríkjaforseta.[5] Albright var einnig framkvæmdastjóri í Samtökum um alþjóðasamskipti.[6]

Albright lést árið 2022 úr krabbameini.[7][8]

Tilvísanir

breyta
  1. Sciolino, Elaine (26. júlí 1988). „Dukakis's Foreign Policy Adviser: Madeleine Jana Korbel Albright“. New York Times. Sótt 6. september 2018.
  2. „Madeleine Albright Fast Facts“. CNN. 8. maí 2014. Sótt 6. september 2018.
  3. Roger Cohen. „Memory Goes to War“. The New Republic. Sótt 6. september 2018.
  4. „Engin niðurlæging heldur orða á brjóstið“Dagblaðið Vísir - DV, 270. tölublað - Helgarblað (23.11.1996), Blaðsíða 30.
  5. Cohen, Tom (29. maí 2012). „Albright, Dylan among recipients of Presidential Medal of Freedom“. CNN. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. janúar 2014. Sótt 6. september 2018.
  6. „Board of Directors – Council on Foreign Relations“. Council on Foreign Relations. 14. maí 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2010. Sótt 1. júní 2009.
  7. Magnús H. Jónasson (23. mars 2022). „Madelein­e Al­brig­ht látin“. Fréttablaðið. Sótt 23. mars 2022.
  8. „Madeleine Albright látin“. mbl.is. 23. mars 2022. Sótt 23. mars 2022.


Fyrirrennari:
Warren Christopher
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
(23. janúar 199720. janúar 2001)
Eftirmaður:
Colin Powell