Madeleine Albright

Madeleine Jana Korbel Albright[1] (fædd undir nafninu Marie Jana Korbelová; 15. maí 1937)[2][3] er bandarískur stjórnmálamaður og erindreki. Hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá 1997 til 2001 í stjórnartíð Bills Clinton Bandaríkjaforseta og var fyrsta konan til að gegna því embætti.

Madeleine Albright
Secalbright.jpg
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
23. janúar 1997 – 20. janúar 2001
Persónulegar upplýsingar
Fædd15. maí 1937 (1937-05-15) (84 ára)
Prag, Tékkóslóvakíu (nú Tékklandi)
ÞjóðerniBandarísk
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiJoseph Medill Patterson Albright (g. 1959; skilin 1982)
Börn3
HáskóliWellesley-háskóli
Johns Hopkins-háskóli
Columbia-háskóli
StarfErindreki, stjórnmálamaður
Undirskrift

Albright flutti með fjölskyldu sinni frá Tékkóslóvakíu til Bandaríkjanna árið 1948. Faðir hennar, erindrekinn Josef Korbel, settist að með fjölskyldu sinni í Denver og Madeleine hlaut bandarískan ríkisborgararétt árið 1957. Albright útskrifaðist úr Wellesley-háskóla árið 1959 og hlaut doktorsgráðu frá Columbia-háskóla árið 1959 með doktorsritgerð um vorið í Prag. Albright vann sem aðstoðarmaður þingmannsins Edmunds Muskie þar til hún settist á bandaríska þjóðaröryggisráðið. Hún gegndi stöðu þar undir Zbigniew Brzezinski á kjörtímabili Jimmy Carter Bandaríkjaforseta.

Eftir að Albright lauk störfum hjá þjóðaröryggisráðinu hóf hún störf við Georgetown-háskóla og gerðist utanríkisráðgjafi frambjóðanda Demókrataflokksins. Eftir að Bill Clinton vann sigur í forsetakosningunum árið 1992 hjálpaði Albright við að byggja upp þjóðaröryggisráð Clinton-stjórnarinnar. Árið 1993 útnefndi Clinton hana sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sem sendiherra til Sameinuðu þjóðanna átti Albright þátt í því að Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu gegn tilnefningu Boutros Boutros-Ghali til annars kjörtímabils sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna.[4] Albright hafði verið gagnrýnin á Boutros-Ghali, einkum vegna lélegra viðbragða við þjóðarmorðinu í Rúanda. Hún gegndi embættinu til ársins 1997 en þá tók hún við af Warren Christopher sem utanríkisráðherra. Hún sat sem utanríkisráðherra þar til Clinton lét af embætti árið 2001.

Albright er í dag formaður Albright Stonebridge-hópsins og kennari í alþjóðasamskiptum við Georgetown-háskóla. Í maí árið 2012 sæmdi Barack Obama hana frelsisorðu Bandaríkjaforseta.[5] Albright er einnig framkvæmdastjóri í Samtökum um alþjóðasamskipti.[6]

TilvísanirBreyta

  1. Sciolino, Elaine 26. júlí 1988, „Dukakis's Foreign Policy Adviser: Madeleine Jana Korbel Albright". . (New York Times). Skoðað 6. september 2018.
  2. „Madeleine Albright Fast Facts". . (CNN). 8. maí 2014. Skoðað 6. september 2018.
  3. Roger Cohen. „Memory Goes to War". The New Republic. Skoðað 6. september 2018.
  4. „Engin niðurlæging heldur orða á brjóstið“Dagblaðið Vísir - DV, 270. tölublað - Helgarblað (23.11.1996), Blaðsíða 30.
  5. Cohen, Tom 29. maí 2012, „Albright, Dylan among recipients of Presidential Medal of Freedom". . (CNN). Skoðað 6. september 2018.
  6. „Board of Directors – Council on Foreign Relations“. Council on Foreign Relations. 14. maí 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2010. Sótt 1. júní 2009.


Fyrirrennari:
Warren Christopher
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
(23. janúar 199720. janúar 2001)
Eftirmaður:
Colin Powell