Hjörtur Eldjárn Þórarinsson
Hjörtur Friðrik Eldjárn Þórarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal (f. á Tjörn 24. febrúar 1920, d. 1. apríl 1996). Foreldrar: Þórarinn Kristjánsson Eldjárn hreppstjóri og bóndi og Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja á Tjörn. Stúdent frá MA 1940. BSc-próf í búvísindum frá Edinborgarháskóla 1944. Ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og Sambandi nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar 1945-1950. Bóndi á Tjörn frá 1950. Kvæntist 17. maí 1948: Sigríði Hafstað (f. 19. janúar 1927) dóttur hjónanna Árna Hafstað og Ingibjargar Sigurðardóttur frá Vík í Skagafirði.
Börn þeirra: Árni (1949), Þórarinn (1950), Ingibjörg (1952), Sigrún (1952), Steinunn (1954), Kristján Eldjárn (1956) og Hjörleifur (1960).
Félagsmál
breyta- Oddviti Svarfaðardalshrepps 1954-1962.
- Varaþingmaður Norðurlandskjördæmis eystra 1963-67 og sat um skeið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.
- Í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga frá 1966 og stjórnarformaður þess 1972-1987.
- Í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1971 og formaður þess 1987-1991.
- Í Náttúruverndarráði 1972-1979.
Rit
breyta- Svarfaðardalur. Árbók FÍ 1973
- Byggð í Tröllagreipum. Árbók FÍ 1990 bls. 63-92
- Sparisjóður Svarfdæla, 100 ára starf 1884-1984
- Saga Kaupfélags Eyfirðinga 1886-1986.
- Saga Sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu 1874-1989
- Einn af stofnendum og útgefendum héraðsfréttablaðsins Norðurslóðar sem hóf göngu sína 1977
Heimildir
breyta- Ingibjörg Hjartardóttir og Þórarinn Hjartarson (1997). Spor eftir göngumann. Í slóð Hjartar á Tjörn. Skjaldborg, Akureyri.