Viktor Ambartsúmjan

Viktor Ambartsúmjan (rússneska: Ви́ктор Амаза́спович Амбарцумя́н, armenska: Վիկտոր Համբարձումյան; 18. september 190812. ágúst 1996) var sovét-armenskur vísindafræðingur og einn stofnenda fræðilegrar stjarneðlisfræði. Hann starfaði við eðlisfræði um stjörnur og geimþokur, stjörnufræði og heimsmyndunarfræði í sambandi við stjörnur og stjörnuþokur. Auk þess lagði hann sitt að mörkum í stærðfræðilegri eðlisfræði.

Viktor Ambartsúmjan

Ambartsúmjan stofnaði stjörnustöðina í Bjurakan árið 1946. Hann var annar forseti Armensku vísindastofnunarinnar (1947–93) og var líka forseti Alþjóðlegu stjörnufræðisamtakanna frá 1961 til 1964. Tvisvar var hann kosinn í forsetastöðu Alþjóðlega vísindasamtakaráðsins (1966–72).

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.