Sigfús Halldórsson

Sigfús Halldórsson (7. september 1920 – 21. desember 1996) var íslenskt tónskáld og dægurlagahöfundur. Meðal frægustu laga hans eru „Dagný“, „Tondeleyó“, „Litla flugan“ og „Vegir liggja til allra átta“, sem hann samdi fyrir kvikmyndina 79 af stöðinni.

Sigfús stundaði nám í málaralist og leiktjaldamálun og lauk prófi í þeirri grein frá þekktum listaskóla í London árið 1945. Sigfús starfaði sem bankamaður í Reykjavík og var einnig teiknikennari um árabil. Hann hélt margar myndlistasýningar bæði á Íslandi og annars staðar.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.