Fokker
Fokker var nafnið á hollenskum flugvélaframleiðanda, nefnt eftir stofnanda fyrirtækisins, Anthony Fokker. Fyrirtækið var upprunalega stofnað 12. febrúar 1912 í Þýskalandi áður en það fluttist um set árið 1919 til Hollands. Á þriðja og fjórða áratugnum blómstruðu viðskipti fyrirtækisins og var það leiðandi flugvélaframleiðandi á heimsvísu. Seinna tók að fjara undan og var það lýst gjaldþrota árið 1996.