Forsetakosningar á Íslandi 1996

Forsetakosningar 1996 voru hinar íslensku forsetakosningar sem fóru fram þann 29. júní[1] árið 1996, og enduðu þær með sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk neðangreindra var Guðrún Pétursdóttir meðal frambjóðenda frá því hún tilkynnti framboð sitt fyrst allra í janúar 1996 allt þar til hún dró það til baka hinn 19. júní. Var nafn hennar því ekki á kjörseðlum þó umdeilt hafi verið hvort sú ákvörðun kjörstjórnar ætti sér stoð í lögum.

Frambjóðandi Atkvæði %
Ástþór Magnússon 4.422 2,7
Guðrún Agnarsdóttir 43.578 26,4
Ólafur Ragnar Grímsson 68.370 41,4
Pétur Kr. Hafstein 48.863 29,5

HeimildBreyta


Fyrir:
Forsetakosningar 1988
Forsetakosningar Eftir:
Forsetakosningar 2004
  1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/260256/