Deep Blue var ofurtölva þróuð af bandaríska fyrirtækinu IBM. Hún var fyrsta tölvan sem fór með sigur af hólmi í skák og fyrsta tölvan sem sigraði heimsmeistara í skáki innan venjulegra tímamarka.

Deep Blue

Þróunarvinna á Deep Blue hófst árið 1985 undir verkefninu ChipTest sem var á vegum Carnegie Mellon-háskóla. Það verkefni þróaðist í verkefnið Deep Thought en þá var aðstaðendum þess boðin vinna í IBM. Verkefnið skipti aftur um nafn árið 1989 þegar það var nefnt Deep Blue.

Fyrsti sigur Deep Blue gegn heimsmeistara var 10. febrúar 1996 en hún sigraði Garry Kasparov í fyrstu umferð í sex umferða leik. Kasparov sigraði í þremur af næstu fimm skákum og jafntefli varð í tveimur. Eftir það var Deep Blue uppfærð og keppti gegn Kasparov aftur árið 1997. Deep Blue sigraði í sjöttu skákinni. Kasparov sakaði IBM um svindl og krafðist þess að tefla aftur. IBM neitaði því og setti Deep Blue í hlé.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.