Franska Gvæjana
Franska Gvæjana (franska: Guyane française) er franskt handanhafshérað á norðausturströnd Suður-Ameríku, með landamæri að Brasilíu í suðri og austri, og Súrínam í vestri og liggur að Atlantshafi Í norðri. Árið 2013 bjuggu um það bil 250 þúsund manns í Frönsku Gvæjana. Höfuðstaður héraðsins er Cayenne með um 100 þúsund íbúa. Franska Gvæjana er langstærsta handanhafshérað Frakklands. Það er hluti af Evrópusambandinu og gjaldmiðill þess er evra.
Guyane française | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: ekkert | |
Þjóðsöngur: La Marseillaise | |
![]() | |
Höfuðborg | Cayenne |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Franskt héraðsþing
|
Forseti Héraðsforseti |
Emmanuel Macron Rodolphe Alexandre |
Franskt handanhafshérað | |
- Handanhafshérað | 19. mars 1946 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
*. sæti 83.534 km² ~0 |
Mannfjöldi - Samtals (2013) - Þéttleiki byggðar |
186. sæti 250.109 3/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 3,81 millj. dala (27. sæti) |
- Á mann | 15.416 dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | evra |
Tímabelti | UTC-3 |
Þjóðarlén | .gf |
Landsnúmer | +594 |
Landið er almennt bara kallað Guyane. Upphaflega var það eitt af fimm nýlendum sem hétu „Gvæjana“: þetta voru Spænska Gvæjana (nú Guayana-hérað í Venesúela), Breska Gvæjana (nú Gvæjana), Hollenska Gvæjana (nú Súrínam), Franska Gvæjana og Portúgalska Gvæjana (nú fylkið Amapá í Brasilíu). Franska Gvæjana myndar eina landfræðilega heild, Gvæjanahálendið, með Gvæjana og Súrínam.
Efnahagslega er héraðið háð Frakklandi. Geimferðamiðstöðin í Gvæjana, sem var sett á laggirnar árið 1964, stendur undir stórum hluta af efnahag landsins. Atvinnuleysi er mikið, eða milli 20 og 25%. Verg landsframleiðsla á mann er sú mesta í Suður-Ameríku en innan við helmingur þess sem hún er í Frakklandi.