Sylvía Erla Scheving

Sylvía Erla Scheving (fædd 27. febrúar 1996) er íslensk söngkona sem er best þekkt fyrir að hafa tekið þátt í Söngvakeppninni 2013 með laginu Stund með þér. Í æsku sinni stundaði hún ballet, fimleika og dans hjá Stellu Rósinkrans og Birnu Björns. Tólf ára gömul sótti hún fyrst söngtíma hjá Birgittu Haukdal og fór síðar í Söngskóla Maríu Bjarkar. Hún hefur lokið námi í Complete Vocal Technique og lært klassískan söng hjá Alinu Dubik. Hún er dóttir Magnúsar Scheving

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.