Solomon Asch
Sálfræðingurinn Solomon Asch (14. september 1907 - 20. febrúar 1996) er aðallega þekktur fyrir félagssálfræðirannsóknir sínar á hópþrýstingi, þar sem hann sýndi fram á að fólk getur verið tilbúið til að samþykkja skoðanir sem augljóslega eru rangar ef meirihluti manna gerir það.
Verk Asch urðu kveikjan að umdeildum tilraunum félagssálfræðingsins Stanley Milgram, og Asch var leiðbeinandi Milgrams í doktorsverkefni hans við Harvard-háskóla.