Kólombó
Kólombó (කොළඹ eða Kolamba á singalísku; கொழும்பு eða Koḻumpu á tamílsku) er efnahagsleg höfuðborg og stærsta borg Srí Lanka.[1] Samkvæmt Brookings-stofnuninni búa um 5,6 milljónir manna á stórborgarsvæðinu.[2][3][4][5] og 752.993 manns í borginni sjálfri. Borgin er efnahagskjarni eyjunnar og vinsæll ferðamannastaður. Borgin er staðsett á vesturströnd eyjunnar og er nærri stærra Kólombó-svæðinu þar sem Srí Jajevardenepúra, stjórnsýsluleg höfuðborg landsins, er einnig staðsett. Oft er talað um Kólombó sem höfuðborg landsins þar sem Srí Jajevardenepúra er innan stórborgarsvæðisins og í reynd úthverfi Kólombó. Kólombó er einnig stjórnsýsluhöfuðborg vesturhéraðs Srí Lanka og höfuðborg Kólombó-héraðs. Kólombó er lifandi borg þar sem finna má blöndu af nútímalífi, byggingum frá nýlendutímanum og eldri rústir.[6] Kólombó var talin stjórsýsluleg höfuðborg Srí Lanka til ársins 1982.
Kólombó
කොළඹ கொழும்பு | |
---|---|
Höfuðborg (aðsetur framkvæmdavalds og dómsvalds) | |
Hnit: 6°56′04″N 79°50′34″A / 6.93444°N 79.84278°A | |
Land | Srí Lanka |
Hérað | Vesturhérað |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Enginn |
Flatarmál | |
• Borg | 37,31 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 1 m |
Mannfjöldi (2011) | |
• Borg | 752.993 |
• Þéttleiki | 20.182/km2 |
Tímabelti | UTC+05:30 |
Póstnúmer | 0xxxx |
Svæðisnúmer | 011 |
Vefsíða | colombo |
Vegna mikillar hafnar borgarinnar og hentugrar staðsetningar hennar þekktu fornir kaupmenn Kólombó fyrir 2.000 árum. Kólombó varð höfuðborg eyjunnar þegar Srí Lanka féll undir stjórn breska heimsveldisins árið 1815[7] og varð áfram höfuðborg landsins þegar Srí Lanka hlaut sjálfstæði árið 1948. Árið 1978 var Srí Jajevardenepúra gerð að stjórnsýslulegri höfuðborg en Kólombó var áfram talin efnahagsleg höfuðborg landsins.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Colombo is the Commercial Capital“. Official Sri Lanka government website. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2014. Sótt 7. janúar 2015.
- ↑ Kumarage A, Amal. „Impacts of Transportation Infrastructure and Services on Urban Poverty and Land Development in Colombo, Sri Lanka“ (PDF). 1 November 2007. Global Urban Development Volume 3 Issue 1. Sótt 8. mars 2015.
- ↑ „The 10 Traits of Globally Fluent Metro Areas“ (PDF). 2013. Brookings Institution. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2. apríl 2015. Sótt 17. mars 2015.
- ↑ „Colombo: The Heartbeat of Sri Lanka/ Metro Colombo Urban Development Project“. 21 March 2013. The World Bank. Sótt 17. mars 2015.
- ↑ „Turning Sri Lanka's Urban Vision into Policy and Action“ (PDF). 2012. UN Habitat, Chapter 1, Page 7. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. mars 2016. Sótt 17. mars 2015.
- ↑ Jayewarden+-e, Mr. „How Colombo Derived its Name“. Sótt 18. janúar 2007.
- ↑ „History of Colombo“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2011. Sótt 21. mars 2007.