1966
ár
(Endurbeint frá Ágúst 1966)
1966 (MCMLXVI í rómverskum tölum) var 66. ár 20. aldar og almennt ár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Jean-Bédel Bokassa rændi völdum í Mið-Afríkulýðveldinu.
- 3. janúar - Herforingjabyltingin í Efri-Volta: Maurice Yaméogo forseta Efri-Volta (nú Búrkína Fasó) var steypt af stóli.
- 10. janúar - Tashkent-yfirlýsingin um frið milli Indlands og Pakistans var undirrituð.
- 15. janúar - Herforingjabyltingin í Nígeríu 1966: Abubakar Tafawa Balewa forsætisráðherra var myrtur ásamt fleirum þegar herinn gerði stjórnarbyltingu í Nígeríu.
- 16. janúar -
- Metropolitan-óperan var opnuð í Lincoln Center í New York-borg.
- Körfuboltaliðið Chicago Bulls var stofnað.
- 17. janúar - Simon & Garfunkel sendu frá sér aðra breiðskífu sína, Sounds of Silence, hjá Colombia Records-útgáfufyrirtækinu.
- 17. janúar - B-52-sprengjuflugvél og Boeing KC-135 Stratotanker birgðaflutningavél rákust á hjá Palomares á Spáni með þeim afleiðingum að þrjár 70 kílótonna vetnissprengjur hröpuðu til jarðar. Engin þeirra sprakk.
- 19. janúar - Indira Gandhi var kosin forsætisráðherra á Indlandi.
- 22. janúar - Borgarastyrjöldin í Tjad hófst með stofnun uppreisnarhópsins FROLINAT.
- 24. janúar - Air India flug 101 brotlenti á Mont Blanc. Meðal þeirra sem fórust var kjarneðlisfræðingurinn Homi J. Bhabha.
- 28. janúar - Sjö ítalskir landsliðsmenn í sundi (Carmen Longo, Luciana Massenzi, Daniela Samuele, Bruno Bianchi, Amedeo Chimisso, Sergio De Gregorio og Chiaffredo Rora) létu lífið þegar flugvél þeirra fórst í flugtaki frá Bremen.
- 31. janúar - Bretland hætti öllum viðskiptum við Ródesíu.
- 31. janúar - Geimferðastofnun Rússlands sendi könnunarfarið Luna 9 út í geim.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Austur-Þýskaland leysti 2.600 pólitíska fanga úr haldi gegn 10.000 dala greiðslu á mann frá Vestur-Þýskalandi.
- 2. febrúar - Miklar vetrarhörkur voru í Svíþjóð og mældist 53 stiga frost í Vuoggatjålme.
- 3. febrúar - Sovéska könnunarfarið Luna 9 lenti á tunglinu með aðstoð eldflauga.
- 4. febrúar - Yfir 130 fórust þegar All Nippon Airways flug 60 hrapaði í Tókýóflóa.
- 4. febrúar - Skrá kaþólsku kirkjunnar yfir bannaðar bækur, Index librorum prohibitorum, var lögð niður.
- 10. febrúar - Sovésku rithöfundarnir Júlíj Daníel og Andrej Sínjavskíj voru dæmdir í fimm og sjö ára fangelsi fyrir „andsovésk skrif“.
- 14. febrúar - Ástralar tóku upp dali í stað punda.
- 20. febrúar - Íslenska ferjan Gullfoss rakst á sænsku Málmeyjarferjuna M/S Malmöhus í þoku utan við Kaupmannahöfn. Sænska ferjan skemmdist mikið og nokkrir farþegar slösuðust þegar stefni Gullfoss gekk inn í matsal á 1. farrými.
- 23. febrúar - Valdaránið í Sýrlandi 1966: Ný flokksforysta Ba'ath-flokksins undir stjórn Salah Jadid rændi völdum í Sýrlandi.
- 24. febrúar - Lögregla og her Gana rændi völdum meðan forsetinn, Kwame Nkrumah, var staddur erlendis.
- 25. febrúar - Bandaríska söngkonan Ella Fitzgerald kom til Íslands og hélt tónleika í Háskólabíói.
- 28. febrúar - Harold Wilson boðaði kosningar í Bretlandi aðeins tveimur árum eftir síðustu kosningar, þar sem stjórn hans hafði mjög nauman meirihluta eftir aukakosningar árið áður.
Mars
breyta- 1. mars - Sovéska geimkönnunarfarið Venera 3 hrapaði á yfirborð Venusar og varð þar með fyrsta geimflaugin sem lenti á yfirborði annarrar reikistjörnu.
- 2. mars - Kwame Nkrumah fékk pólitískt hæli í Gíneu.
- 4. mars - 64 af 72 farþegum Canadian Pacific Air Lines flugs 402 fórust í næturlendingu á Tókýóflugvelli.
- 4. mars - John Lennon sagði að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús í frægu viðtali við tímaritið London Evening Standard.
- 5. mars - Yfir 120 fórust þegar breska farþegavélin BOAC flug 911 hrapaði á Fuji-fjalli.
- 5. mars - Austurríki sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1966 með laginu „Merci, Chérie“ sem Udo Jürgens flutti.
- 8. mars - Víetnamstríðið: Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún myndi fjölga verulega í bandaríska herliðinu í Víetnam.
- 8. mars - Írski lýðveldisherinn eyðilagði Nelson-minnismerkið í Dublin með sprengju.
- 10. mars - Beatrix Wilhelmina Armgard Hollandsprinsessa gekk að eiga Claus von Amsberg.
- 11. mars - Sukarno undirritaði Supersemar-tilskipunina sem gaf herforingjanum Suharto leyfi til að grípa til allra ráða til að koma á reglu í Indónesíu.
- 22. mars - Yfir 8.000 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir kínversku borgina Xingtai.
- 27. mars - Indónesíska þingið samþykkti að afnema völd Sukarnos og gera Suharto að hæstráðanda.
- 28. mars - Cevdet Sunay varð fimmti forseti Tyrklands.
- 29. mars - Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, Leoníd Brezhnev, krafðist þess að Bandaríkjamenn drægju herlið sitt frá Víetnam.
- 31. mars - Sovétríkin skutu upp geimfarinu Luna 10 og komu því á sporbaug um tunglið.
- 31. mars - Breski verkamannaflokkurinn undir forystu Harold Wilson vann yfirburðasigur í þingkosningum og hlaut 96 manna meirihluta, en var aðeins með eins manns meirihluta áður.
Apríl
breyta- 5. apríl - Búddistauppreisnin í Víetnam: Forsætisráðherrann Nguyễn Cao Kỳ reyndi að taka borgina Đà Nẵng en varð að hörfa og semja við uppreisnarmenn.
- 13. apríl - Íraksforseti, Abd al-Salam Arif, fórst í þyrluslysi ásamt fleirum.
- 18. apríl - Kvikmyndin Söngvaseiður hlaut óskarsverðlaun sem besta myndin.
- 21. apríl - Haile Selassie kom í opinbera heimsókn til Jamaíku þar sem hann hitti leiðtoga Rastafara.
- 21. apríl - Heiðarmorðin: Réttarhöld hófust í Bretlandi yfir Ian Brady og Myra Hindley vegna morðs á þremur börnum.
- 24. apríl - Samræmdur sumartími var tekinn upp í Bandaríkjunum.
- 26. apríl - Akraborgin fór sína síðustu ferð til Borgarness.
- 26. apríl - Borgin Taskent í sovétlýðveldinu Úsbekistan eyðilagðist í jarðskjálfta.
- 26. apríl - Ambroise Noumazalaye myndaði nýja ríkisstjórn í Lýðveldinu Kongó.
- 28. apríl - Uppreisn ZANU í Ródesíu, Chimurenga, hófst eftir að öryggissveitir drápu sjö ZANLA-hermenn.
- 30. apríl - Hótel Loftleiðir var opnað í Reykjavík aðeins 16 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust.
- 30. apríl - Anton LaVey stofnaði Kirkju Satans í San Francisco.
- 30. apríl - Reglulegar ferjusiglingar með svifnökkva yfir Ermarsund hófust.
Maí
breyta- 4. maí - Bílaframleiðandinn Fiat gerði samninga um byggingu verksmiðju í Sovétríkjunum.
- 7. maí - Bandaríski spretthlauparinn Tommie Smith varð fyrstur til að hlaupa 200 metra á innan við 20 sekúndum og setti þar með met sem stóð í yfir 40 ár.
- 13. maí - Íslenska ríkið keypti Skaftafell í Öræfum undir þjóðgarð sem var opnaður tveimur árum síðar.
- 15. maí - Her Suður-Víetnam settist um Da Nang.
- 16. maí - Martin Luther King hélt sína fyrstu ræðu um Víetnamstríðið í New York-borg.
- 16. maí - Menningarbyltingin í Kína hófst með 16. maí-tilkynningunni.
- 16. maí - Bandaríska hljómsveitin Beach Boys gaf út breiðskífuna Pet Sounds.
- 20. maí - Gengið var í land á Jólni við Surtsey og var eyjan þá 35 m há, en hún hvarf í hafið næsta vetur.
- 22. maí - Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi fóru fram.
- 24. maí - Mengo-kreppan: Her Úganda handtók Mútesa 2. af Búganda og lagði höll hans undir sig.
- 25. maí - Félag kvikmyndagerðarmanna var stofnað á Íslandi.
- 25. maí - Explorer-áætlunin: Gervihnötturinn Explorer 32 var sendur á loft frá Bandaríkjunum.
- 26. maí - Gvæjana fékk sjálfstæði frá Bretum. ( Breska Gvæjana var aflögð )
- 28. maí - Indónesía og Malasía lýstu því yfir að átökum þeirra væri lokið.
- 28. maí - Bátalestin It's a Small World var opnuð í Disneylandi.
- 29. maí - Leikvangurinn Estadio Azteca var opnaður í Mexíkóborg.
Júní
breyta- 2. júní - Surveyor-áætlunin: Surveyor 1 lenti í Procellarumon-hafi á tunglinu og varð þar með fyrsta geimfar Bandaríkjamanna til að lenda heilu og höldnu á öðrum hnetti.
- 2. júní - Fjórir fyrrum ráðherrar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó voru teknir af lífi fyrir meint samsæri gegn Mobutu Sese Seko.
- 3. júní - Joaquín Balaguer var kjörinn forseti Dóminíska lýðveldisins.
- 5. júní - Gemini 9a: Eugene Cernan fór í aðra geimgöngu Bandaríkjamanns.
- 6. júní - Mannréttindafrömuðurinn James Meredith var skotinn af leyniskyttu í mótmælagöngu í Mississippi.
- 12. júní - Division Street-uppþotin hófust eftir að lögreglan í Chicago skaut ungan mann frá Púertó Ríkó.
- 26. júní - Konur fengu kosningarétt í svissnesku kantónunni Basel.
- 28. júní - Byltingin í Argentínu: Herforingjaklíka framdi valdarán í Argentínu.
- 29. júní - Víetnamstríðið: Bandaríkjaher hóf umfangsmikla sprengjuherferð og gerði loftárásir á borgirnar Hanoi og Haiphong.
- 30. júní - Frakkar sögðu sig formlega úr NATO.
- 30. júní - Bandarísku kvennasamtökin National Organization for Women voru stofnuð.
Júlí
breyta- 2. júlí - Frakkar sprengdu kjarnorkusprengju á Mururoa.
- 3. júlí - René Barrientos var kjörinn forseti Bólivíu.
- 3. júlí - Mótmæli gegn Víetnamstríðinu á Grosvernor Square í London leiddu til handtöku 31 mótmælanda.
- 7. júlí - U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna kom í tveggja daga heimsókn til Íslands.
- 11. júlí - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1966 hófst á Englandi.
- 13. júlí - Hare Krishna-hreyfingin var stofnuð í New York-borg.
- 14. júlí - Gwynfor Evans varð fyrsti þingmaður velska sjálfstæðisflokksins Plaid Cymru á breska þinginu.
- 14. júlí - Richard Speck myrti 8 nemendur í hjúkrunarfræði á heimavist í Chicago.
- 14. júlí - Orrustuflugvélar frá Ísrael og Sýrlandi tókust á yfir ánni Jórdan.
- 18. júlí - Mannaða geimfarið Gemini 10 var sent á loft og setti hæðarmet (763 km).
- 18. júlí - Alþjóðadómstóllinn dæmdi Suður-Afríku í hag í máli sem varðaði stjórn Suðvestur-Afríku (nú Namibíu).
- 23. júlí - Hermenn frá Katanga gerðu uppreisn í nokkrar vikur til stuðnings fyrrum forsætisráðherranum Moise Tshombe.
- 24. júlí - U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Moskvu.
- 29. júlí - La Noche de los Bastones Largos: Lögregla herforingjastjórnarinnar í Argentínu hrakti kennara og stúdenta úr háskólum sem þeir höfðu lagt undir sig.
- 30. júlí - England varð heimsmeistari í knattspyrnu karla, eftir 4-2 sigur á Vestur-Þýskalandi.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Charles Whitman myrti 14 og særði 32 með skotum frá þaki aðalbyggingar Texasháskóla í Austin, eftir að hafa myrt eiginkonu sína og móður.
- 5. ágúst - Hótelið og spilavítið Caesars Palace var opnað í Las Vegas.
- 5. ágúst - Bygging World Trade Center á Manhattan hófst.
- 6. ágúst - Salazar-brúin var opnuð við Lissabon í Portúgal.
- 10. ágúst - Bandaríska geimfarið Lunar Orbiter 1 fór á braut um tunglið.
- 12. ágúst - Blóðbaðið á Braybrook Street: Þrír óeinkennisklæddir lögreglumenn voru skotnir til bana í London.
- 13. ágúst - Kísiliðjan var stofnuð við Mývatn á Íslandi.
- 17. ágúst - Volvo kynnti nýja fjölskyldubílinn Volvo 144.
- 18. ágúst - Jóhannes S. Kjarval tók fyrstu skóflustungu að myndlistarhúsi á Miklatúni sem var nefnt Kjarvalsstaðir eftir honum.
- 18. ágúst - Víetnamstríðið: Konunglega ástralska herdeildin vann sigur á stærra herliði Víet Kong í orrustunni um Long Tan.
- 19. ágúst - Um 3000 manns fórust í Varto-jarðskjálftanum í austurhluta Tyrklands.
- 21. ágúst - The Doors komu í síðasta sinn fram á staðnum Whisky a Go Go í Los Angeles.
- 22. ágúst - Þróunarbanki Asíu var stofnaður.
- 23. ágúst - 82 skip fengu samtals 16.116 lestir af síld á Íslandsmiðum og var það metafli á einum degi.
- 26. ágúst - Suðurafríska landamærastríðið hófst með bardögum milli suðurafrísku lögreglunnar og SWAPO við Omugulugwombashe.
- 29. ágúst - Síðustu tónleikaferð Bítlanna lauk með tónleikum í Candlestick Park í San Francisco.
- 30. ágúst - Tvær trillur sigldu fram á marsvínavöðu sem þær ráku á undan sér upp í landsteinana við Laugarnes í Reykjavík þar sem þrjú þeirra voru drepin.
- 30. ágúst - Menningarbyltingin: Hálf milljón rauðliða mótmælti við sendiráð Sovétríkjanna í Peking.
- Compton's Cafeteria-uppþotin urðu í San Fransisco sem mörkuðu upphaf baráttu trans fólks.
September
breyta- 1. september - Norræni menningarsjóðurinn var stofnaður af Norðurlandaráði.
- 1. september - 98 breskir ferðamenn fórust þegar Britannia Airways flug 105 hrapaði í Ljúbljana.
- 6. september - Dimitri Tsafendas stakk forsætisráðherra Suður-Afríku, Hendrik Verwoerd, til bana í þinginu.
- 8. september - Fyrsti þáttur Star Trek var sendur út á NBC í Bandaríkjunum.
- 15. september - Háskólinn í Óðinsvéum var vígður.
- 16. september - Nýtt óperuhús Metropolitan-óperunnar var opnað í New York-borg.
- 17. september - Vegur fyrir Ólafsfjarðarmúla var formlega opnaður.
- 24. september - Menntaskólinn við Hamrahlíð var settur í fyrsta skipti.
- 27. september - Rússneska skemmtiferðaskipið Baltika lagði upp í mjög umtalaða ferð frá Reykjavík til Svartahafs með 421 farþega.
- 29. september - Fellibylurinn Inez skildi eftir sig slóð eyðileggingar á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu.
- 30. september - Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar.
- 30. september - Botsvana fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 30. september - Þýsku nasistaforingjarnir Baldur von Schirach og Albert Speer voru lestir úr haldi í Spandau-fangelsi í Berlín.
Október
breyta- 4. október - Lesótó fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 5. október - Spánn lokaði fyrir bílaumferð um landamærin að Gíbraltar.
- 5. október - Margrét Danaprinsessa tilkynnti trúlofun sína og Henri de Monpezat.
- 6. október - LSD var gert ólöglegt í Bandaríkjunum, líka í rannsóknarskyni.
- 7. október - Sovétríkin tilkynntu að allir kínverskir námsmenn skyldu yfirgefa landið fyrir lok mánaðarins.
- 7. október - Anarkistasamtökin Provie-hreyfingin voru stofnuð í Svíþjóð.
- 15. október - Samtökin Svörtu hlébarðarnir voru stofnuð af Bobby Seale og Huey P. Newton í Oakland í Kaliforníu.
- 21. október - Aberfan-slysið: 144 (þar af 116 börn) dóu þegar úrköstur úr kolanámu skreið yfir þorp í Suður-Wales.
- 22. október - Breski njósnarinn George Blake slapp úr haldi og náði að flýja til Sovétríkjanna.
- 26. október - NATÓ flutti höfuðstöðvar sínar frá París til Brussel.
- 26. október - 44 létust þegar eldur kom upp í bandaríska flugmóðurskipinu USS Oriskany á Tonkinflóa.
- 27. október - Walt Disney kom í síðasta sinn fram í kvikmynd þar sem hann lýsti áformum sínum fyrir EPCOT.
- 27. október - Sameinuðu þjóðirnar felldu niður umboð Suður-Afríku til að stjórna Suðvestur-Afríku.
- 31. október - Baltikaferðinni lauk við komuna til Reykjavíkurhafnar.
Nóvember
breyta- 4. nóvember - Flóðið í Arnó 1966: Áin Arnó flaut yfir bakka sína við Flórens og færði hálfa borgina í kaf eftir miklar rigningar. Flóð urðu einnig í borgunum Grosseto, Feneyjum, Trento, Vicenza, Padúa og Síena.
- 6. nóvember - Ómannaða geimfarið Lunar Orbiter 2 var sent af stað.
- 8. nóvember:
- Leikarinn Ronald Reagan var kjörinn fylkisstjóri Kaliforníu.
- Lengsta hengibrú Svíþjóðar, Älvsborg-brúni, var vígð.
- 11. nóvember - Á Spáni var gefin út almenn sakaruppgjöf fyrir menn sem börðust við hlið falangista í spænsku borgarastyrjöldinni.
- 14. nóvember - Kvikmyndaverið Warner Bros. var selt til Seven Arts Productions.
- 15. nóvember:
- Knattspyrnusamband Eyjaálfu var stofnað.
- Mannaða geimfarið Gemini 12 lenti heilu og höldnu í Kyrrahafi með geimfarana James A. Lovell og Buzz Aldrin um borð.
- Mölflugumaðurinn sást í annað sinn.
- 17. nóvember - Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna var stofnuð.
- 24. nóvember - 84 fórust þegar TABSO flug 101 hrapaði í Tékkóslóvakíu.
- 28. nóvember - Truman Capote hélt svarthvíta grímuballið á Plaza Hotel í New York-borg.
- 30. nóvember:
- Ríkissjónvarpið frumsýndi skákskýringarþáttinn Í uppnámi en þátturinn var einn fyrsti sjónvarpsþátturinn sem framleiddur var á Íslandi.
- Barbados hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
Desember
breyta- 1. desember:
- Kurt Georg Kiesinger var kjörinn kanslari Vestur-Þýskalands.
- Jólageitin í Gävle var sett upp í fyrsta skipti.
- 3. desember - Mótmæli gegn stjórn Portúgala áttu sér stað í Makaó.
- 3. desember - Blóðbaðið í Bình Hòa: Suðurkóresk hersveit myrti yfir 400 almenna borgara í Víetnam.
- 8. desember - Gríska ferjan Heraklion sökk í stormi í Eyjahafi, um 200 létust.
- 12. desember - Þrír menn voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðin í Shepherd's Bush.
- 16. desember:
- Tveir mannréttindasáttmálar, Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, voru samþykktir af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
- Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti olíusölubann gegn Ródesíu.
- Tveir mannréttindasáttmálar, Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, voru samþykktir af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
- 19. desember - Þróunarbanki Asíu hóf starfsemi.
- 24. desember:
- Barnaþættinum Stundinni okkar var fyrst sjónvarpað á Rúv.
- Bandaríski sjónvarpsþátturinn The Yule Log (yfir 2ja klukkustunda löng kvikmynd af viðardrumbi sem brennur í arni) var fyrst sendur út á sjónvarpsstöðinni WPIX.
- Ómannaða geimfarið Luna 13 náði að lenda mjúklega á tunglinu.
- 26. desember - Kwanzaa var fagnað í fyrsta sinn af Maulana Karenga.
Ódagsett
breyta- Bókaútgáfan Örn og Örlygur var stofnuð.
- Framkvæmdasjóður Íslands var stofnaður.
Fædd
breyta- 12. janúar - Rob Zombie, bandarískur tónlistarmaður, listamaður og rithöfundur.
- 23. janúar - Haraldur Benediktsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1. febrúar - Robert Martin Lee, enskur knattspyrnumaður.
- 2. febrúar - Robert DeLeo, bandarískur tónlistamaður (Stone Temple Pilots).
- 2. febrúar - Robert Martin Lee, enskur knattspyrnumaður.
- 6. febrúar - Rick Astley, enskur tónlistarmaður.
- 24. febrúar - Billy Zane, bandarískur leikari.
- 27. febrúar - Baltasar Kormákur, íslenskur leikari og leikstjóri.
- 28. febrúar - Philip Reeve, breskur rithöfundur.
- 3. mars - Míkhaíl Míshústín, rússneskur stjórnmálamaður.
- 4. mars - Pétur Gautur, íslenskur myndlistarmaður.
- 4. mars - Dav Pilkey, bandarískur rithöfundur.
- 17. mars - Shadi Bartsch, bandarískur fornfræðingur.
- 18. mars - Jerry Cantrell, bandarískur tónlistarmaður.
- 28. mars - Høgni Hoydal, færeyskur stjórnmálamaður.
- 2. apríl - Teddy Sheringham, enskur knattspyrnumaður.
- 20. apríl - David Chalmers, ástralskur heimspekingur.
- 22. apríl - Jeffrey Dean Morgan, bandarískur leikari.
- 24. apríl - Alessandro Costacurta, ítalskur knattspyrnumaður.
- 29. apríl - Ramón Medina Bello, argentínskur knattspyrnumaður.
- 17. maí - Hill Harper, bandarískur leikari.
- 23. maí - Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
- 27. maí - Sean Kinney, trommari Alice in Chains.
- 6. júní - Faure Gnassingbé, forseti Tógó.
- 14. júní - Gilberto Carlos Nascimento, brasilískur knattspyrnumaður.
- 26. júní - Stefán Hilmarsson, íslenskur söngvari.
- 28. júní - John Cusack, bandarískur leikari.
- 30. júní - Mike Tyson, bandarískur hnefaleikakappi.
- 3. júlí - Theresa Caputo, bandarísk leikkona.
- 5. júlí - Gianfranco Zola, ítalskur knattspyrnustjóri.
- 7. ágúst - Jimmy Wales, stofnandi Wikipediu.
- 11. júlí - Greg Grunberg, bandarískur leikari.
- 17. júlí - Ármann Kr. Ólafsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 20. júlí - Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó.
- 24. júlí - Sigurjón Þ. Árnason, íslenskur bankastjóri.
- 31. júlí - Yoshiyuki Matsuyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 14. ágúst - Halle Berry, bandarísk leikkona.
- 17. ágúst - Arnhildur Valgarðsdóttir, íslenskur píanóleikari.
- 20. ágúst - Enrico Letta, ítalskur stjórnmálamaður.
- 22. ágúst - Alexandre Torres, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1. september - Ómar Már Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 2. september - Salma Hayek, mexíkósk leikkona.
- 5. september - Phillip P. Keene, bandarískur leikari.
- 6. september - Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
- 8. september - Carola Häggkvist, sænsk söngkona.
- 9. september - Adam Sandler, bandarískur leikari.
- 10. september - Akhrík Tsvejba, rússneskur knattspyrnumaður.
- 26. september - Eiður Arnarsson, íslenskur bassaleikari.
- 1. október - George Weah, knattspyrnumaður og forseti Líberíu.
- 9. október - David Cameron, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.
- 10. október - Carolyn R. Bertozzi, bandarískur efnafræðingur.
- 10. október - Steinarr Ólafsson, íslenskur leikari og forritari.
- 12. október - Hanna Birna Kristjánsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 15. október - Jorge Campos, mexíkóskur knattspyrnumaður.
- 24. október - Roman Abramovítsj, rússneskur kaupsýslumaður.
- 30. október - Zoran Milanović, króatískur stjórnmálamaður.
- 2. nóvember - David Schwimmer, bandarískur leikari.
- 11. nóvember - Benedikta Boccoli, ítölsk leikkona.
- 17. nóvember - Jeff Buckley, bandarískur söngvari (d. 1997).
- 19. nóvember - Ragnheiður Runólfsdóttir, íslensk sundkona.
- 20. nóvember - Ásthildur Lóa Þórsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 2. desember - Nökkvi Elíasson, íslenskur ljósmyndari.
- 2. desember - Logi Bergmann Eiðsson, íslenskur fjölmiðlamaður.
- 3. desember - Ólöf Nordal, íslensk stjórnmálakona (d. 2017).
- 8. desember - Sinead O'Connor, írsk söngkona (d. 2023).
- 8. desember - Les Ferdinand, enskur knattspyrnumaður.
- 11. desember - Göran Kropp, sænskur ævintýramaður (d. 2002).
- 11. desember - Gary Dourdan, bandarískur leikari.
- 14. desember - Helle Thorning-Schmidt, dönsk stjórnmálakona.
- 21. desember - Kiefer Sutherland, kanadískur leikari.
- 24. desember - Diedrich Bader, bandarískur leikari.
- 27. desember - Eva LaRue, bandarísk leikkona.
- 27. desember - Masahiro Fukuda, japanskur knattspyrnumaður.
- 30. desember - Bjarni Þórir Þórðarson, íslenskur tónlistarmaður (d. 2005).
- 31. desember - Rúnar Róbertsson, íslenskur útvarpsmaður.
Dáin
breyta- 11. janúar - Lal Bahadur Shastri, forsætisráðherra Indlands (f. 1904).
- 11. janúar - Alberto Giacometti, svissneskur myndhöggvari (f. 1901).
- 1. febrúar - Buster Keaton, bandarískur leikari (f. 1895).
- 12. febrúar - Wilhelm Röpke, þýskur hagfræðingur (f. 1899).
- 18. febrúar - Oddgeir Kristjánsson, íslenskur lagahöfundur (f. 1911).
- 23. febrúar- Jochum M. Eggertsson, íslenskur rithöfundur (f. 1896).
- 5. mars - Anna Akmatova, rússneskt ljóðskáld (f. 1889).
- 17. apríl - Júlíana Sveinsdóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1889).
- 26. apríl - Tom Florie, bandarískur knattspyrnumaður (f. 1897).
- 4. maí - Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar, íslensk húsfreyja (f. 1914).
- 12. maí - Stefán Jónsson, íslenskur rithöfundur (f. 1905).
- 9. ágúst - Ottó N. Þorláksson, íslenskur verkalýðsfrömuður (f. 1871).
- 29. ágúst - Sayyid Qutb, egypskur fræðimaður (f. 1906).
- 14. október - Paul M. Clemens, vesturíslenskur arkitekt (f. 1870).
- 14. nóvember - Steingrímur Steinþórsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1893).
- 15. desember - Walt Disney, bandarískur teiknimyndaframleiðandi (f. 1901).
- 26. desember - Guillermo Stábile, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1905).
- Eðlisfræði - Alfred Kastler
- Efnafræði - Robert Sanderson Mulliken
- Læknisfræði - Peyton Rous, Charles Brenton Huggins
- Bókmenntir - Shmuel Yosef Agnon, Nelly Sachs
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið.