Laugarnes
Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins. Fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu. Þórarinn ragabróðir, sem átti og bjó í Laugarnesi, var bróðir Glúms, annars manns Hallgerðar langbrókar, en eftir víg Glúms skiptu þau á jörðum og varð Hallgerður þá eigandi að Laugarnesi. Þar bjó hún síðustu æviár sín og segir Njála að hún sé grafin þar.

Séð til Laugarnes og Holdsveikraspítalans sem brann 1943
Tengt efniBreyta
TenglarBreyta
- Þorgrímur Gestsson, Laugarneshverfi verður til – Ný saga, 1. tölublað (01.01.1997), Bls. 16-21
- „Saga Laugarness í gegnum aldirnar“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1943
- Bústaður Hallgerðar langbrókar verður biskupssetur; 1. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1948
- Hvernig Reykjavík eignaðist Laugarnes aftur; 2. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1948
- Kjarninn úr landi Reykjavíkur; 3. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1948
- Laugarnesið; grein í Morgunblaðinu 1985
- Laugarnes (ferlir.is)
- Guðfinna Ragnarsdóttir, Laugarnesið, Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 2. tölublað (01.04.2017), Blaðsíða 3
Þessi landafræðigrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.