Erlingur Nökkvi Elíasson (fæddur 2. desember 1966) er íslenskur ljósmyndari sem hefur að mestu leyti einbeitt sér að svart/hvítum ljósmyndum af eyðibýlum og öðrum yfirgefnum mannvirkjum, eins og sjá má í bók hans er nefnist einfaldlega Eyðibýli og kom út árið 2005.

Nökkvi hefur haldið tvær sýningar á verkum sínum. Annars vegar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og svo hins vegar í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði.

Nökkvi er sonur Elíasar Halldórssonar myndlistarmanns og bróðir Gyrðis Elíassonar rithöfundar og Sigurlaugar Elíassonar ljóðskálds og myndlistarmanns.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.