Botsvana
Lýðveldið Botsvana er landlukt ríki í suðurhluta Afríku með landamæri að Suður-Afríku í suðri, Namibíu í vestri, Sambíu í norðri og Simbabve í norðaustri. Landið var áður hluti breska verndarsvæðisins Bechuanaland. Upprunalega ætluðu Bretar sér að leggja landið undir Ródesíu eða Suður-Afríku, en andstaða Tsvana (bantúþjóðar) leiddi til þess að það var áfram undir breskri stjórn þar til það varð sjálfstætt ríki 1966. Efnahagslífið er nátengt Suður-Afríku og byggist aðallega á nautgriparækt og námagreftri, einkum demantanámum.
Lefatshe la Botswana | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Pula (Regn) | |
Þjóðsöngur: 'Fatshe leno la rona (Blessað sé þetta göfuga land) | |
![]() | |
Höfuðborg | Gaboróne |
Opinbert tungumál | enska (opinbert), setsvana |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | Mokgweetsi Masisi |
Sjálfstæði | |
- frá Bretlandi | 30. september, 1966 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
48. sæti 581.730 km² 2,6% |
Mannfjöldi - Samtals (2011) - Þéttleiki byggðar |
144. sæti 2.029.307 3,4/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2014 |
- Samtals | 35,978 millj. dala (105. sæti) |
- Á mann | 17.101 dalir (62. sæti) |
Gjaldmiðill | pula (BWP) |
Tímabelti | UTC+2 |
Þjóðarlén | .bw |
Landsnúmer | 267 |
Botsvana er flatlent og 70% landsins eru í Kalaharíeyðimörkinni. Botswana er líka eitt af dreifbýlustu löndum heims. Botsvana var mjög fátækt þegar landið fékk sjálfstæði en efnahagur þess hefur síðan vaxið hratt og það er nú annað mest velmegandi ríkið í Afríku sunnan Sahara. Íbúar eru flestir kristnir mótmælendur. Landið glímir við heilbrigðisvandamál sem stafa af því að einn af hverjum sex íbúum er með HIV. HIV-smit urðu til þess að minnka lífslíkur íbúa úr 64 árum árið 1990 í 55 ár árið 2009.
StjórnsýsluskiptingBreyta
Í Botsvana eru fimmtán sveitarstjórnir: níu umdæmisráð og sex bæjarstjórnir.
Botsvana skiptist í níu umdæmi: |
Auk þess eru sex þéttbýlisstaðir með eigin sveitarstjórn: |