Dóminíska lýðveldið

land í Karíbahafi

Dóminíska lýðveldið (spænska: República Dominicana) er land á eystri hluta eyjunnar Hispaníólu, sem er ein Stóru-Antillaeyja í Karíbahafi, með landamæri að Haítí í vestri. Hispaníóla er næststærst eyjanna í eyjaklasanum (á eftir Kúbu) og liggur vestan við Púertó Ríkó og austan við Kúbu og Jamaíku. Íbúarnir nefna eyjuna einnig Quisqueya, sem er nafn hennar á máli Taínóindíána. Landið heitir eftir höfuðborginni Santó Dómingó.

Dóminíska lýðveldið
República Dominicana
Fáni Dóminíska lýðveldisins Skjaldarmerki Dóminíska lýðveldisins
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Dios, Patria, Libertad (spænska)
Guð, föðurland, frelsi
Þjóðsöngur:
Quisqueyanos valientes
Staðsetning Dóminíska lýðveldisins
Höfuðborg Santó Dómingó
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Forsetaræði

Forseti Luis Abinader
Varaforseti Raquel Peña de Antuña
Sjálfstæði
 • frá Haítí 27. febrúar 1844 
 • frá Spáni 16. ágúst 1863 
 • frá Bandaríkjunum 12. júlí 1924 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
128. sæti
48.671 km²
0,7
Mannfjöldi
 • Samtals (2022)
 • Þéttleiki byggðar
86. sæti
10.694.700
220/km²
VLF (KMJ) áætl. 2022
 • Samtals 254,99 millj. dala (65. sæti)
 • Á mann 23.983 dalir (90. sæti)
VÞL (2019) 0.756 (88. sæti)
Gjaldmiðill dóminískur pesói
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .do
Landsnúmer +1-809, 1-829 og 1-849

Taínóindíánar hófu búsetu á eyjunni á 7. öld. Kristófer Kólumbus kom til eyjarinnar árið 1492 og þar stofnuðu Spánverjar fyrstu varanlegu nýlendu Evrópumanna í Ameríku. Eftir þriggja alda yfirráð Spánar og stutt yfirráð Frakka lýsti Dóminíska lýðveldið yfir sjálfstæði frá spænsku krúnunni árið 1821. Aðeins ári síðar gerðu Haítíbúar innrás og lögðu landið undir sig. Íbúar Dóminíska lýðveldisins ráku innrásarherinn burt og samþykktu stjórnarskrá árið 1844 en næstu árin einkenndust af óstöðugleika og nýjum innrásum frá Haítí. Að lokum gerðist Dóminíska lýðveldið aftur spænsk nýlenda en Spánverjar hurfu þaðan á ný árið 1865 eftir tveggja ára stríð. Bandaríkin hófu afskipti af stjórn landsins í upphafi 20. aldar og lögðu landið undir sig með innrás árið 1916. Vegna mótspyrnu íbúanna hurfu Bandaríkjamenn frá landinu 1922 og fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar árið 1924. Árið 1930 komst einræðisherrann Rafael Leonidas Trujillo Molina til valda með því að beita hernum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Trujillo var myrtur árið 1961. Árið 1965 sendu Bandaríkjamenn enn landgönguliða til Dóminíska lýðveldisins til að koma í veg fyrir byltingu kommúnista.

Íbúar Dóminíska lýðveldisins eru tæplega tíu milljónir. Þar af búa tæplega þrjár milljónir í höfuðborginni Santó Dómingó. Spænska er opinbert tungumál og móðurmál 98% íbúanna. Tæp 70% aðhyllast rómversk-kaþólska trú. Kynþáttahyggja er útbreidd og fordómar gagnvart þeldökkum íbúum blandast við andúð á Haítímönnum sem Trujillo beitti ötullega í pólitískum tilgangi. Hagkerfi Dóminíska lýðveldisins er það næststærsta í Mið-Ameríku og Karíbahafinu. Framleiðsluiðnaður er fjölbreyttur og byggist aðallega á ferðaþjónustu, sykurvinnslu, járnnikkel- og gullnámum, vefnaði, sementsframleiðslu og tóbaksframleiðslu. Áætlað atvinnuleysi árið 2013 var 12,5%.

Heiti breyta

 
Sankti Dóminíkus, verndardýrlingur stjörnufræðinga.

Nafn Dóminíska lýðveldisins er dregið af nafni heilags Dóminíkusar, verndardýrlings stjörnufræðinga og stofnanda dóminíkanareglunnar.[1]

Dóminíkanar stofnuðu skóla í nýlendunni sem nefndist höfuðsmannsdæmið Santo Domingo sem nú er háskólinn Universidad Autónoma de Santo Domingo og var fyrsti háskólinn í Nýja heiminum. Dóminíkanar fengust við að mennta íbúa nýlendunnar og vernda Taínóa fyrir ofbeldi og þrældómi.[2]

Lengst af var nýlendan þekkt sem Santo Domingo[3] sem nú er nafn höfuðborgar landsins.[4] Íbúar voru kallaðir „dóminíkanar“ (dominicanos). Þess vegna nefndu uppreisnarmenn landið „Dóminíska lýðveldið“ (la República Dominicana) þegar það fékk sjálfstæði.

Í þjóðsöngnum (himno nacional de la República Dominicana) kemur hugtakið „dominicanos“ ekki fyrir, heldur notast það við skáldaheitið quisqueyanos. Orðið Quisqueya kemur úr taínósku og merkir „móðir landa“. Það er oft notað í söngtextum sem annað heiti yfir landið. Nafn landsins er stundum skammstafað la R.D..[5]

Stjórnmál breyta

Stjórnsýslueiningar breyta

 
Sýslur í Dóminíska lýðveldinu.

Dóminíska lýðveldinu er skipt í 31 sýslu. Höfuðborgin, Santo Domingo, er þjóðarumdæmi (Distrito Nacional). Sýslurnar skiptast í sveitarfélög (municipios) sem eru annað stig sveitarstjórnar í landinu. Bæjarstjórar og bæjarráð stýra 124 sveitarstjórnum og þjóðarumdæminu (Santo Domingo). Kosningar til sveitarstjórna fara fram á sama tíma og þingkosningar.[6]

Sýslurnar eru fyrsta stig sveitarstjórnar í landinu. Bæjarskrifstofurnar eru venjulega í höfuðstöðum sýslnanna. Forseti landsins skipar landstjóra (Gobernador Civil) fyrir hverja sýslu, en ekki fyrir Distrito Nacional (9. kafli stjórnarskrárinnar).[7]

 
Santo Domingo, Distrito Nacional.

Distrito Nacional var búið til árið 1936. Áður var þjóðarumdæmið Santo Domingo-sýsla sem hafði verið til frá því landið fékk sjálfstæði 1844. Ekki ætti að rugla því saman við núverandi Santo Domingo-sýslu sem klauf sig frá því árið 2001. Þótt Distrito Nacional sé að mörgu leyti svipað og sýsla, er það ekki með landstjóra og nær aðeins yfir eitt sveitarfélag, Santo Domingo, með bæjarráði (ayuntamiento) og borgarstjóra (síndico) sem sjá um stjórn þess.[8]

Sýsla Höfuðstaður
Azua Azua de Compostela
Baoruco Neiba
 
Barahona Coat of Arms
Barahona Santa Cruz de Barahona
 
Dajabón Coat of Arms
Dajabón Dajabón
Distrito Nacional Santo Domingo
Duarte San Francisco de Macorís
 
Elías Piña Coat of Arms
Elías Piña Comendador
  El Seibo Santa Cruz de El Seibo
 
Espaillat Coat of Arms
Espaillat Moca
 
Hato Mayor Coat of Arms
Hato Mayor Hato Mayor del Rey
 
Hermanas Mirabal Coat of Arms
Hermanas Mirabal Salcedo
 
Independencia Coat of Arms
Independencia Jimaní
 
La Altagracia Coat of Arms
La Altagracia Salvaleón de Higüey
 
La Romana Coat of Arms
La Romana La Romana
 
La Vega Coat of Arms
La Vega Concepción de La Vega
 
María Trinidad Sánchez Coat of Arms
María Trinidad Sánchez Nagua
Sýsla Höfuðstaður
 
Monseñor Nouel Coat of Arms
Monseñor Nouel Bonao
 
Monte Cristi Coat of Arms
Monte Cristi San Fernando de Monte Cristi
 
Monte Plata Coat of Arms Province
Monte Plata Monte Plata
 
Pedernales Coat of Arms
Pedernales Pedernales
 
Peravia Coat of Arms
Peravia Baní
 
Puerto Plata Coat of Arms
Puerto Plata San Felipe de Puerto Plata
 
Samaná Coat of Arms
Samaná Samaná
 
San Cristóbal Coat of Arms
San Cristóbal San Cristóbal
 
San José de Ocoa Coat of Arms
San José de Ocoa San José de Ocoa
 
San Juan de la Maguana Coat of Arms
San Juan San Juan de la Maguana
 
San Pedro de Macorís Coat of Arms
San Pedro de Macorís San Pedro de Macorís
 
Sánchez Ramírez Coat of Arms
Sánchez Ramírez Cotuí
 
Santiago Coat of Arms
Santiago Santiago de los Caballeros
 
Santiago Rodríguez Coat of Arms
Santiago Rodríguez San Ignacio de Sabaneta
 
Santo Domingo Coat of Arms
Santo Domingo Santo Domingo Este
 
Valverde Coat of Arms
Valverde Santa Cruz de Mao

Menning breyta

Íþróttir breyta

Hafnabolti er vinsælasta íþróttagreinin í Dóminíska lýðveldinu. Margir af slyngustu hafnaboltamönnum þjóðarinnar hafa spreytt sig í MBL-deildinni í Bandaríkjunum. Landsliðið hefur einnig verið sigursælt og árið 2013 vann það óopinbert heimsmeistaramót í íþróttinni með fullu húsi stiga.

Dóminíska lýðveldið hefur átt fulltrúa á Ólympíuleikum frá því í Tókýó 1964 og unnið til verðlauna í frjálsum íþróttum, hnefaleikum og tækvondó. Félix Sánchez er kunnasti afreksmaðurinn en hann hlaut gullverðlaun í 400 metra grindahlaupi í Aþenu 2004 og í Lundúnum 2012.

Körfuknattleikur er vinsæl íþróttagrein í dóminíska lýðveldinu og hafa nokkrir leikmenn þaðan keppt í NBA-deildinni. Þá hafa hnefaleikakappar landsins verið sigursælir.

Tilvísanir breyta

  1. „Central America :: Dominican Republic“. CIA World Factbook. Central Intelligence Agency. Sótt 19. febrúar 2020.
  2. „Gentilicio Dominicano: Origen Etimológico & Motivaciones Históricas. Por Giancarlo D'Alessandro. Mi Bandera es Tu Bandera: Proyecto de Exposiciones Fotográficas Itinerantes por Frank Luna“. www.laromanabayahibenews.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2015. Sótt 13. september 2015.
  3. „Dominican Republic – The first colony“. Country Studies. Library of Congress; Federal Research Division. Sótt 19. júní 2008.
  4. Hand Book of Santo Domingo: Bulletin, Issue 52. U.S. Government Printing Office, 1892. Digitized August 14, 2012. p. 3. "...the Republic of Santo Domingo or República Dominicana (Dominican Republic) as it is officially designated."
  5. Kraft, Randy (27. ágúst 2000). „Paradise on the Beach: Resorts Are Beautiful in Caribbean's Punta Cana, But Poverty Is Outside the Gates“. The Morning Call. Afrit af uppruna á 21. september 2013.
  6. „U.S. Relations With the Dominican Republic“. United States Department of State. 22. október 2012.
  7. „Dominican Republic's Constitution of 2015“ (PDF). constitute.org. Sótt 28. desember 2020.
  8. EL CONGRESO NACIONAL. „Ley No. 163-01 que crea la provincia de Santo Domingo, y modifica los Artículos 1 y 2 de la Ley No. 5220, sobre División Territorial de la República Dominicana“ (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 18. maí 2007. Sótt 8. mars 2007.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.