Arnhildur Valgarðsdóttir

Arnhildur Valgarðsdóttir (fædd 17. ágúst 1966) er íslenskur píanisti og organisti.

Sjö ára hóf Arnhildur píanónám við Tónlistarskólann í Kópavogi en tveimur árum síðar við Tónlistarskólann á Akureyri. Þaðan lauk hún 8. stigi og starfaði um skeið við píanóleik, meðal annars hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá lá leiðin til Royal Scottish Academy of Music and Drama en þaðan útskrifaðist Arnhildur árið 1995 með BA-gráðu og CPGS-diplómu í píanóleik með söng sem aukagrein. Arnhildur er mjög virk í íslensku tónlistarlífi og starfar bæði sjálfstætt sem píanóleikari og í samstarfi við hina ýmsu tónlistarmenn. Hún hefur komið fram á fjöldamörgum tónleikum innanlands og utan. Arnhildur lauk kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og er starfandi organisti og kórstjóri við Lágafellssókn í Mosefellsbæ. Auk þess að sinna þeim störfum hefur Arnhildur leikið mikið einleiksverk fyrir píanó eftir tónskáldið Leoš Janáček. Arnhildur er tónlistarmaður í stöðugri þróun og hefur nú útvíkkað svið sitt , leggur stund á söng og jazzpíanóleik.