Phillip P. Keene

Phillip P. Keene (fæddur 5. september[1]) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Closer og Major Crimes.

Phillip P. Keene
Fæddur 5. september
Ár virkur 2004 -
Helstu hlutverk
Buzz Watson í The Closer og Major Crimes

EinkalífBreyta

Keene lærði sögu og listasögu við Kaliforníuháskólann í Los Angeles og talar spænsku og þýsku. Keene tók leiklistartíma hjá Howard Fine, Heidi Davis, Margie Haber og Tony Sepulveda.[2]

Keene er samkynhneigður og hefur síðan 2013 verið giftur James Duff höfundinum að The Closer. [3][4][5]

FerillBreyta

SjónvarpBreyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Keenes var árið 2004 í sjónvarpsþættinum The D.A..

Keene hefur síðan 2005 leikið eftirlitsmyndavélamanninn Buzz Watson í The Closer til ársins 2012 og síðan í Major Crimes frá 2012.

KvikmyndirBreyta

Keene hefur til þessa leikið í tveimur kvikmyndum The Truth is Underrated og I am Death.

Kvikmyndir og sjónvarpBreyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2008 The Truth IS Underrated Jonah
2011 I Am Death Greg Meyers Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2004 The D.A. Blaðamaður nr. 2 Þáttur: The People vs. Sergius Kovinsky
2005-2012 The Closer Buzz Watson 108 þættir
2012-til dags Major Crimes Buzz Watson 48 þættir

Verðlaun og tilnefningarBreyta

Screen Actors Guild-verðlaun

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.

TilvísanirBreyta

  1. Afmælisgrein um Phillip P. Keene á GREGINHOLLYWOOD.com síðunni
  2. „Ferill Philipp P. Keene á [[The Closer]] heimasíðunni á TNT sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2014-03-01. Sótt 10. maí 2013.
  3. Ævisaga Phillip P. Keene á IMDB síðunni
  4. Ævisaga Phillip P. Keene á TVGUIDE.Com síðunni
  5. Grein um Phillip P. Keene á GREGINHOLLYWOOD.com síðunni

HeimildirBreyta

TenglarBreyta