Félag kvikmyndagerðarmanna

Félag kvikmyndagerðarmanna er félag kvikmyndagerðarfólks á Íslandi og á aðild að Bandalagi íslenskra listamanna fyrir hönd þeirra, annarra en kvikmyndaleikstjóra sem eru í Samtökum kvikmyndaleikstjóra. Félagið var stofnað 25. maí 1966 meðal annars í þeim tilgangi að vera samningsaðili kvikmyndagerðarmanna við hið nýstofnaða Ríkissjónvarp. Félagið gaf út tímaritið Land og syni frá 1995 en Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur nú tekið við útgáfu þess og samnefnds vefrits.

Tenglar

breyta